Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Side 42
irnar mestu«, segir Wells, »og höfuðmenn hverrar
pjóðar eru peir, sem ala upp íbúana. Aörir hafa
mest nútímann undir höndum, en kennarar og for-
sjármenn uppeldis alla framtíðina« (»An Gnglishman
looks at the world«, 1914). Skáldsögurnar eru hon-
um snagi til pess að hengja á skoðanir sinar og
berjast fyrir peim, en skáldskapur og sálarfræði
verður meir að poka.
En hvað sem segja má um Wells, er hann samt
einn af oddvitum brezkrar menningar og fyrir löngu
lieimsfrægur maður. Skáldsögur hans hafa orðið
geysilega vinsælar og pví öflugt gagn til pess að
kynna mönnum viðfangsefni pau, er beztu menn ald-
ar vorrar sinna og hafa til umræðu. Og ritlingafjöldi
hans um pjóðfélagsmál og skýringar á stefnu jafn-
aðarmanna heflr verið óprotleg lind fræðslu og
frjórra umræðna um mannfélagsmein og umbætur.
I samræmi við petta eru pau rit Wells, sem varða
ókomna tíma (»The discovery of the future«, »Man-
kind in the making«, 1903, »A modern Utopia«, 1905,
»The future of America«, 1906, o. fl. rit). Wells er
bjartsýnn og trúaöur mjög á framfarir mannkynsins.
Grundvöllur kenninga hans er trú hans á vilja manna
til pess að aðhyllast gott (»New worlds for oldc,
1908). En jafnframt fær hann tækifæri til pess, í
pessum framtíðardraumum sínum, að veitast að mein-
semdum peim, sem honum pykja vera á stjórnhátt-
um og pjóðfélagsskipan vorra daga í öllum grein-
um. Framtíðardraumur hans er eitt allsherjar-heims-
bræðralag, ein tunga, iðnarhugvit svo proskað, að
öll sljóvgandi vinna verði vélum ætluð, en verka-
menn og pjónar séu óparfir. í pessu Gimlé Wells
kannast menn ekki framar við pjóðfélagsmeinsemdir;
tíminn, sem áður fór í pjóðmál og umbótapref og
önnur slík viðfangsefni, er nú notaður til pess að
bæta, fegra og göfga mannkynsstofninn.
(38)