Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Qupperneq 48
um og í honum eru 2 volgar lindir og nokkrir
grasblettir og hinn stærsti þeirra um 180 ferfaðm-
ar, og eru grasblettir þessir víða með túngresi,
6—7 þml. háu. Alitið er að dalur þessi muni vera
Þórisdalur Grettis. Sunnan við hamrabeltið, sem
liggur þvert yfir jökullægðina, liggur malar-dal-
verpi það, er til þessa var álitinn Þórisdalur.
Um mánaðamótin júlí— ágúst kom til Rvíkur F.
H. Gamwell majór, við 4. mann, á lystisnekkju
sinni, Boudja (14. smál.; með 15 hesta bjálparvél;
treysti mest á seglin), frá Englandi. Fór frá Rvík
17/s og sigldi á 6 dögum heim til Englands.
Ágúst 2. Flaug heims-flugmaðurinn Eirik H. Nelson
löjtenant, frá Kirkwall til Hornafjarðar. Heims-
flugið háðu nokkrir menn úr flugher Bandaríkj-
anna. Lögðu af stað c/4 s. á. frá Kyrrahafsströnd
til Asíu áleiðis í heimsflugið, á 4 flugvélum, en einni
hlektist á í Alaska, þeirri er yfirforingi fararinnar
(Fr. Martin majór) stýrði, en hinir héldu áfram
ferðinni og var Lowell H. Smith löjtenant síðan
foringi fararinnar. Hinir flugmennirnir voru löjte-
nantarnir Nelson fyrnefndur (er sænskur) og
Leigh Wade. Þeir höfðu hver sinn aðstoðar-
mann.
— 3. Flaug Smith frá Kirkwall til Hornafjarðar, en
Wade varð að leggja vél sinni á sjó, á þeirri leið,
vegna þess að vél hans bilaði, og var hún dregin
til Færeyja, mjög skemd.
— 5. Flugu þeir Nelson og Smith frá Hornafirði
til Rvíkur og lögðu vélum sínum á innri höfnina.
— Beitiskipin Richmond og Raleigh og tundur-
spillarnir Billingsley og Reid gættu flugleiðarinnar
hér. Á Richmond var yflrforingi flotadeildar þeirr-
ar er skip þessi tilheyra, Magruder aðmiráll.
— 10. íslandssund háð við Örfirisey. VegaleDgd 500
stikur. Keppendur fjórir. Fyrstur varð Erlingur
Pálsson, á 11 mínútum.
(44)
/