Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Blaðsíða 50
Sept. 7., aðfn. Tveir allsnarpir ogtveir litlir landsskjálfa-
kippir á Akureyri.
— 11.—16. Johanne Stockraarr pianóleikari hélthljóm-
leika í Rvík.
— 24. Kom þýzkt vclskip, Marian, til Grindavikur, og
skaut þar manni á land er fór til Hafnarfjarðar, en
var settur þar í sóttkví, og sigldi nokkru síðar.
Skipið kom ti! Rvíkur 15/n> og voru skipstjóri, stýri-
maður og einn maður íslenzkur er með skipinu var,
settir í gæzluvarðhald, grunaðir um að hafa smygl-
að víni í land. Skipið var talið með skófarm o. fl.
og sögðust þeir hafa haft 'mikið áfengi i skipinu,
er til Svíþjóðar hefði. átt að fara, en að þeir hefðu
varpað því fyrir borð, er þeir voru orðnir svo olíu-
og matarlitlir að ekki hefði þeim verið annað færK
en að leita hafnar hér, áður en þeir legðu af stað
til Svíþjóðar, en það komst upp, að áfengið hafði
verið flutt í land í Sandgerði, af strandgæzlubát,
Trausta, og síðan grafið þar víðsvegar í jörðu.
Var dómur kveðinn upp í máli þessu "/u og var
skipstjórinn dæmdur í 1000 kr. sekt og 30 daga fang-
elsi; formaðurinn á Trausta í 1000 kr. sekt og fangelsi
við vatn og brauð í 2 X 5 daga, og 2 skipverjar á
Trausta í 500 kr. sekt hvor og sæti hvor um sig
fangelsi við vatn og brauð í 5 daga. Málskostnad
var þýzki skipstjórinn dæmdur að greiða að 4/E
en hinir sameiginlega að '/s hluta.
Okt. 1. Kvennaskólinn í Rvík 50 ára.
— 18. Ritstjóraskifti við blaðið Vörð í Rvík. Frá fór
Magnús cand. juris Magnússon en við tók Kristján
Albertson.
— 23. Byrjaði nýtt blað í Rvík, Stormur. Ritstj. M..
M. er var ritstj. Varðar.
— 25. Prestskosning fór fram í Rvík.
— 31. 60 ára afmæli Einars skálds Benediktssonar og;
þess hátiðlega minst í blöðum og timaritum.
Nóv. 8. Byrjaði nýtt blað í Rvik, Auglýsingablaðið„
(46)