Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Page 52
pings Jóhannes Jóhannesson, varaforseti Pórarinn
Jónsson. t efri deild forseti Halldór Steinsson,
varaforsetar Eggert Pálsson og Björn Kristjáns-
son. í neðri deild forseti Benedikt Sveinsson, vara-
forsetar Magnús Guðmundsson og Pétur Ottesen.
— Skrifarar í sameinuðu þingi Jón Auðun Jóns-
son og Ingólfur Bjarnason; í efri deild Einar Árna-
son og Hjörtur Snorrason; í neðri deild Tryggvi
Pórhallsson og Magnús Jónsson.
Eebr. 24. Íhaldsílokkurinn stofnaður. (Stefnuskrá hans
gefln út 2‘/2)-
Mars 22. Skift um stjórn landsins (sjá nánar Embætti
og sýslanir).
Maí 7. Alþingi slitið. Alls voru haldnir 67 fundir í
neðri deild, 65 í efri deild og 7 í sameinuðu þingi.
Samþykt voru 47 lagafrumvörp, þar af 16 stjórnar-
frumvörp. 16 frumvörp voru feld, þar af 1 stjórnar-
frumvarp. 6 þingmannafrumvörpum var vísað frá
með rökstuddri dagskrá og 3 var vísað til stjórn-
arinnar, 32 urðu ekki útrædd, óg af stjórnarfrum-
vörpum voru 7 óútrædd. Samþyktar voru 17 þings-
ályktunartillögur en 2 var vísað frá með rökstuddri
dagskrá, 1 feld, 7 vísað til stjórnarinnar, 2 tekn-
ar aftur og 7 ekki útræddar. Fram voru bornar
3 fyrirspurnir og var 2 þeirra svarað en 1 ekki
leyfð.
l
c. Lagastaðfesting’ar, o. s. frv.
Mars 26. Lög um brunatryggingar í Reykjavík.
— 27. Lög um heimild fyrir rikisstjórnina til að inn-
heimta ýmsa tolla og gjöld með 25 °/» gengisvið-
auka.
Apríl 1. Lög um bráðabirgðarverðtoll á nokkrum vöru-
tegundum.
Apríl 11. Lög um að miða við gullkrónur sektir fyrir
landhelgisbrot.
Júní 4. Lög um breytingu á 182. gr. hinna almennu
(48)