Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Síða 70
um sjötugt. — Oline Gunnlögsson stórkaupmanns-
kona í Khöfn, f. l8/? 1859.
Um sumarið dó Jóhanna Jónsdóttir á Söndum í
Meöallandi; háöldruð; og um haustið dó Helga Hjálm-
arsdóttir húsfreyja á Kolsstöðum í Hvítársíðu).
i. Slysfarir, brnnar og skipskaðar.
Jan. 4. Druknaði stúlka í Akureyrarhöfn.
— 10. Dó af voðaskoti maður í Miðkoti í Svarfaðar-
dalshreppi.
— 15. Strandaði við Öræfi þýzkur botnvörpungur,
Amrunbank, frá Geestemúnde.
— 24., aðfn. Drapst hrútur í hesthúsi er fauk á Bessa-
stöðum á Álftanesi. — S. d. druknuðu 2 menn á
siglingu á Hólmavík. — Brann timburskúr í Ólafs-
firði, er smáverzlun var rekin í.
— 28. Fórst í ofsaveðri vélbátur, Bliki, frá Stykkis-
hólmi, með allri áhöfn, 7 mönnum. Voru í fiskiróðri.
Formaðurinn hét Sigvaldi Valentínusson og var
hafnsögumaður í Stykkishólmi; var 40 ára gamall.
— 28.—30. í ákaflegu ofviðri: hrundi reykháfur á Skalla-
búðum í Eyrarsveit og varð 17 ára gömul stúlka
undir honum og beið hún bana af. — Flæddi á
Horni í Hornafirði 9 hesta í sjóinn. — Eyðilögð-
ust ( Dýrafirði 3 róðrarbátar og 1 vélbátur. — Sukku
3 vélbátar sinn á hvorum staðnum, Álftafirði, ísa-
firði og Súgandafirði.
Febr. 2. Strandaði suðaustur af Vestmannaeyjum ensk-
ur botnvörpungur, Kelvin, frá Hull. Manntjón varð
ekkert.
— 7. Strandaði í Grindavík þýzkur botnvörpungur,
Schluttup, frá Lúbeck, og brotnaði mikið.
— 29., aðfn. Brann fangahúsið á ísafirði og 17 ára
unglingur brann þar inni. — í afarmiklu norðan-
veðri s. d. sökk á innsiglingunni til Fáskrúðsfjarðar
vélbátur þaðan, Geýsir. Mannbjörg varð. Báturinn
var að koma úr íiskiróðri.
(66)