Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Side 73
Agúst 20. Druknuðu milli Vestmannaeyja og lands 2
menn af heyflutningabáti.
Sept. 17. Kom upp eldur i steinhúsi við Hverfisgötu
í Rvík og læstist eldurinn i áfast timburhús og
brunnu pau bæði mjög að innan áður en slökkva
tókst. Litlu varð bjargað og biðu íbúarnir mikið
tjón, með pví að húsmunir voru óvátrygðir og
húsin lágt vátrygð. Upptök eldsins stöfuðu af
áfengishitun.
— 22. Brann bærinn í Alftártungu á Mýrum. Fáu varð
bjargað og bærinn var óvátrygður.
— 27., aðfn. Vélkútter, Rask, frá Isafirði, fórst i of-
viðri, með allri áhöfn, 15 manns. Skipstjórinn hét
Guðmundur Bergsteinsson. — Rak, í norðanveðri,
2 vélskip, Hvítanes og Báru, á land í Húsavík og
náðist Hvítanes ekki út, enda skemdist pað mjög.
— 30. Misti vélbátur, Elín, frá Hafnarfirði, út 1 mann,
í stórviðri fyrir austan Horn.
Um mánaðamótin beið maður í Svarfaðardal
bana af byssuskoti. Var á fuglaveiðum. — Fjórir
menn gengu fjöru undir Kinnarfjöllum, en sjór
náði til peirra og skolaði peim út, druknuðu 2
peirra, en hinir gátu bjargað sér.
Okt. 4. Datt maður niður af kletti milli Vestdalseyrar
og Öldunnar á Seyðisfirði og rotaðist til dauðs.
— 6., aðfn. Brann fjósið á Eiðum, en gripum öllum
tókst að bjarga, og slökkva eldinn áður en fjósið
var gerbrunnið.
— 10., aðfn. Strandaði undir Stigahlíð pýzkur botn-
vörpungur. Skipshöfnin bjargaðist.
— 29. Druknaði í höfninni í Hull háseti af botnvörp-
ung, Skallagrími. Féll fyrir borð. Hét Bórður S.
Vigfússon og var frá Rvík; f. 1881. — Druknuðu
3 menn í Ólafsvík. Voru á smábáti.
— 30. Fórst á skeri fram undan Belgsholti i Mela-
sveit vélbátur, Hegri, frá Borgarnesi. 6 vóru á bátn-
um og druknuðu 2 peirra. Annar peirra er druknaði
(69)