Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Page 74
hét Jóhannes Jósefsson og var kaupmaður í Borg-
arnesi.
Snemma í þ. m.'fanst í Skálavík undir Stigahlíð
rekald úr enskum botnvörpungi og taliö víst að
hann hafl farist með allri áhöfn. -— í p. m. brann
bærinn á Mosfelli í Grímsnesi.
Nóv. 2., aðfn. Strandaði við Meðallandssand norskt
gufuskip, Tærneskær, frá Langesund. Skipverjar
björguðust allir.
— 9. (?). Tók út í ofviðri mann af botnvörpúng, Rán.
Var ungur maður.
— 18. Hvolfdi smábáti skamt undan landi á Pórs-
höfn (?) og druknuðu 3 af 6 er á bátnum voru.
— 19. Hvarf maður í Rvík. Hét Gísli Jónsson. Lík
hans fanst i janúar, rekið við bryggju.
— 24. Sökk bátur með 1 manni á, á Hofsvík á Kjalar-
nesi, og druknaði maðurinn.
— 25. Brann skemma á Svalbarði og brunnu þar inni
hænsni og töluvert af matvælum o. fl.
Des. 16. Rétt fyrir utan lendingu i Vestmannaeyj-
um hvolfdi báti, er var á leið út í e.s. Guil-
foss með héraðslækninn, Halldór Gunnlaugsson
(f. 56/s 1875), og druknaði hann ásamt 7 mönnum
öðrum, en einum varð bjargað. Brim mikið og
hvassviðri var þá er báturinn fórst.
— 17.—20. Fórust 2 vélbátar: Leifur, frá Hnifsdal,
með 12 manns, og Njörður, frá ísafirði, með 11
manns. Formaður á Leifi hét Jón Jónsson og var
frá ísafirði, en á Nirði Jónatan Björnsson.
— 19. Porsteinn Arason bóndi á Reynivöllum í Suð-
nrsveit varð tyrir snjóflóði og beið bana af.
(Fæddur í apríl 1866).
— 20. Fórst bátur á Skagaströnd. 2 druknuðu en
1 varð bjargað.
— 24. Stúlka i Skjálg í Hnappadalssýslu féll í bæjar-
lækinn þar og druknaði.
(70)