Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Síða 77
ráða, en bezt reyndust hreinsunarskálar, sem reistir
voru víðs vegar. Voru sumir þeirra svo stórir, að
hreinsa mátti 10,000 menn á degi í hverjum skála.
Hreinsunin fór þannig fram, að hermennirnír fóru
úr öllum fötum í móttökuskálanum og gengu þau
síðan til sótthreinsunar í gufuofnum. Úr móttöku-
salnum fóru menn í klipþingarsalinn. Par var alt hár
þeirra snöggklippt með klippunf, sem gengu fyrir
rafmagni. faðan fóru þeir inn í mikinn baðsal og
þvoðu allan líkamann vandlega með heitu vatni og
sápu. Að lokum fór allur mannstraumurinn inn í af-
greiðslusalinn. Par neru menn eins konar lúsasmyrsl-
um inn í alt hörundið og fóru síðan í föt sín, sem
komin voru þar dauðhreinsuð og lúsalaus. Var hreins-
un á hverjum hóp lokið á hálftíma eða því sem næst.
Pó slík hreinsun væri rækileg og tiltölulega örugg,
þá kom það í ljós, að óyggjandi var hún ekki. Á
stöku mönnum drapst nitin ekki með öllu og var
því öll hreinsunin endurtekin eftir vikutíma eða svo,
ef því varð komið við. Pá var lúsin aldauða.
Með þessum og þvílíkum ráðum var spornað
við því, að útbrotataugaveiki færi ekki eins og eldur
i sinu um alla álfuna. Annars varð lúsaplágan á her-
mönnunum til þess, að margir læknar gerðu ýmsar
rannsóknir á lúsum og öllum lifnaðarháttum þeirra.
Var ekki laust við, að spaugilegt væri að lesa um
sumar af rannsóknum þessum. Lýsnar voru t. d.
fóðraðar með vissum millibilum og meðan þær bitu
voru þær hafðar í svo mjóum glerpípum, að þær
gátu ekki snúið sjer við o. s. frv. Auðvitað stefndu
allar þessar rannsóknir að þvi takmarki, að finna
sem bezt ráð til þess að útrýma þessum ófagnaði.
Pó hjer sje nú sagt frá lúsaplágunni í ófriðnum,
þá er það eigi að siður víst, að hvervetna, þar sem
menning er komin á sæmilega hátt stig erlendis, þar
er lúsin með öllu horfin, og lús á mönnum er skoð-
uð eins og geitur, órækt merki um sóðaskap og
(73)