Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Qupperneq 83
tíma, og bregst pá sjaldan að alt sje dautt. Karlmenn
ættu að klippa hárið snögt áður en borið er í það,
en ungir piltar ættu ætíð að vera snoðkliptir.
Öllu þrifalegra og þægilegra er »kúprex«lyf, sem
getið er um siðar. Það er lyktarlaust.
Fatalns. Nærfötum og rekkjuvoðum er skift. Æski-
legt er, að allur líkaminn sje jafnframt þveginn úr
sápu og vatni. Óhreinu fötin eru soðin í 10 mínútur
og dálítið af sóda haft í vatninu. Fetta skal endur-
taka eftir vikutíma til frekari tryggingar. Þyki ógjör-
legt að sjóða ullarföt, mætti hella á þau sjóðandi
vatni, svo yfir þau fljóti, láta þau liggja í vatninu 1
klst. og þvo þau síðar.
Flatlús. Hana má lækna með sömu blöndu af olíu og
steinolíu. Pó þolist ekki ætíð steinolían. Núa má og
vænni baunarstærð af lúsasmyisli (gráu kvikasilíurs-
smyrli),inn í hörundið tvö kvöld í röð, og þvo svo
úr heitu vatni og sápu að morgni. Með spegli má sjá
hvort lúsin er í handkrikunum. Vissast er að end-
urtaka þetta eftir viku.
Hyggilegast er, að hreinsa alla hcimilismenu sam-
tímis, ef lús er á heimilinu.
Ef lekist hefir að útrýma lúsinni, verður hennar
aldrei vart framar, hvort sem þrifnaður er illur eða
góður, nema hún flytjist af öðrum heimilum.
Hvcrnig’ má ná nit úr liári? Mest af nitinni eru
dauð hýði, en engin auðveld aðferð þekkist til þéss
að losa nitina. Sterkt sódavatn eBa heitt edik reynist
bezt. Hárið er bleytt úr því nokkra stund, síðan
þvegið og kembt með þjettum kambi. Oft þarf þó að
endurtaka þetta, til þess að ná gamalli nit.
Eru lyf þessi ekki varasöm, ef fleiðnr og úthrot eru
á hörnndinn?
Jú, þau þolast þá illa. Best er þá að nota lyf, er
heitir »Kúprex«. Bví er núið inn í hár og hörund að
kvöldi dags, syo vel rakt verði, kollhetta bundin um
höfuðið og það sápuþvegið næsta dag. 50 grm. nægja
(79)