Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Side 84
einum manni. Lyf þetta drepur alla lús og nit, er
þrifalegra en steinolían og lyktarlaust, en dálítið dýr-
ara. »Kuprex« fæst hjá læknum og í lyfjabúðum.
Landhreinsun væri það, ef vjer gætum útrýmt
allri lús úr landinu. Engin pjóð í heimi heflr unnið
það afreksverk. Svo ríkt er sinnuleysið og gamall
vani. Ef vjer vildum gætum vjer útrýmt lúsinni á
einum mánuði, svo hún væri hvergi til á pessu
landi. A einu ári væri pað hægðarleikur.
Húsmæður vorar og kvenfjelög hafa hjer parft
verk að vinna.
Vilt pú styðja gott mál og hjálpa til? Undir þjer
er það komið, hrort þetta tekst.
Bætieíui fæðnnnar.
Skömmu eftir síðustu aldamót fundu vísindamenn
efni í fæðunni, sem áður hafði ekki verið gaumur
gefinn. Næringargildi matarins er metið eftir hita-
gildi hans. í sjerstökum ofnum iná brenna ýmsum
tegundum fæðunnar og athuga, hve mikill hiti fram-
leiðist um leið og matvælin brenna. Hitinn verður
misjafnlega mikill, og munu flestir hafa veitt pví
eftirtekt, að mjög mikill hiti er samfara bruna fitu-
efna. Við efnabreytingar fæðunnar í líkamanum fram-
leiðist svipaður eða sami hiti, sem þegar mat er
brent í ofni; vjer purfum á miklum hita að halda
m. a. til þess að halda við líkamshitanum, hversu
kalt sem umhverflð er. Hitamagnið mælist í hitaein-
ingum, og er þá athugað um, hve mörg stig ákveðinn
pungi ýmsra fæðutegunda fær, við brensluna, hitað
tiltekið rúmmál af vatni. Efnafræðingar hafa fundið
að þessi efni eru í fæðunni: Vatn, steinefni, eggjahvítu-
efni (í eggjum, mögru kjöti, fiski), fita og kolvetni
(mjölmatur og sykur). Mjög hefir verið unnið að pví
(80)