Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Page 85
að framleiða þessi matvæli algerlega ómenguð öðrum
efnum og ala svo menn eða skepnur um skeið á
sliku fæði. HeSr pá komið í ijós, að auk þess sem
fram var talið eru önnur ómissandi efni i fæðunni,
sem nefnd hafa verið bœtiefni, en á útlendu máli eru
þau oft nefnd vitamin.
Nú hafa menn reynt, að ekki má einblína á hita-
gildi matarins; hver maður þarf að vísu að hafa
nóga fitu, mjölmat og eggjahvitu til þarfa líkamans,
en auk þessa bætiefni til þess, að hin uppvaxandi
kynslóð nái eðlilegum þroska og fullorðna fólkið
haldi heilsu sinni.
í veniulegu fjölbreyttu viðurværi er nægilega mikið
af þessum nýfundnu efnum og er það auðvitað or-
sökin til þess, hve seint vísindamenn urðu þeirra
varir; öðru máli er að gegna þegar neyð eða hallæri
sverfur að, eða ófriður geisar um löndin; þá verður
vart framfaraleysis og sjúkdóma vegna skorts bæti-
efna. Enn fremur getur þetta orsakast af óheppilegri
meðferð matvæla eða mjög einhliða fæðu.
Sjúkdómar þeir, sem hjer um ræðir, eru þessir:
Beinkröm; er þessi sjúkd. svo kunnur, að hann þarf
ekki nánari lýsingar við. Orsakast oft, en ekki ætíð,
af vöntun bætiefna. ,
Skyrbjúgur; fullorðnir og börn taka þenna sjúkdóm,
sem var ekki óalgengur hjer á landi áður fyr, sjer-
staklega á neyðartímum.
Uppdráltarsýki (atrophia) ungbarna, stundum með
augnsjúkdómi. Ungbörnin eru þá framfaralaus, og
komist sjúkdómurinn á hátt stig, fer að bera á augn-
sjúkdómi; í Danmörku og víðar, þarsem sjúkd. hefir
gertmjög vart við sig, hafa börn jafnvel mistsjónina;
meltingin er í ólagi og smámsaman tálgast öll hold
af þessum aumingjum.
Beri-beri gerir aðallega vart við sig í Austurlönd-
um og Suður-Ameríku, þar sem fólk hefir mjög fá-
breytt viðurværi t. d. hrísgrjón; en á mjög löngum
(81) 6