Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Blaðsíða 88
í bætiefnaskránni sjest, hve mikið er af A, B og C-
bætiefni í algengustu matvælum. Táknið + merkir
að bætiefni sje í matartegundinni, og því meir sem
táknin eru fleiri; þannig sjest, að í þorskalýsi er
afarmikið af A-efni, en að eins vottur af því i smjör-
liki, og því að eins að höfð sje í það dýrafeiti; í ný-
mjólk er þó nokkuð af A-efni (tvö + merki), en í
undanrenningu ekkert, þvi 0 táknar að ekkert sje af
bætiefnum; eyður tákna að rannsóknir eru ekki til
lykta leiddar.
Áhrif bætiefnanna í likamanum eru sjerstök fyrir
hvert efni; vanti fæðið C-efni kemur skyrbjúgur í
ljós fyr eða síðar, en af bætiefnaskránni má sjá,
hvers konar mat sjúkl. þarfnast til þess að losna við
sjúkdóminn. Vöntun A-efnis orsakar beinkröm og
uppdráttarsýki ungbarna; þessa vesalinga má lækna
með lýsi og öðrum matvælum sem auðug eru að A-
sfninu; en skyrbjúgur læknast ekki af lýsi, þar vant-
ar C-efnið.
Á síðari töflunni eru flokkuð algeng matvæli, sem
geyma í sjer tiltakanlega mikið af bætiefnum og því-
næst taldir sjúkdómar, sem gera vart við sig þegar
efnanna er vant í fæðunni. Vöntun hvers bætiefnis
orsakar sjerstakan sjúkdóm, en sífelt er þroskaleysi
og kyrkingur í ungviði afleiðing af alt of einhliða og
óbreyttu mataræði. Nýmjólk og grænmeti bera af
öðrum mat að þvi leyti, að í því eru allar tegundir
hollustuefna.
Aðferðir til pess prófa bœtiefni. Efnasamsetning
þeirra er ókunn; tilgangslítið er að fá efnafræðing í
hendur matvæli og biðja hann að leita bætiefnanna;
eina leiðin er tilraunir á mönnum og skepnum. Ef
ganga skal úr skugga um hvort fæðutegund, t. d.
smjörliki eða tólg, hafi í sjer A-efni er aðferðin þessi:
Nokkrum rottuungum er gefið fóður án A-efna; eftir
fáar vikur rekur að því, að ungarnir hætta að þyngj-
ast; nú er bætt við fæðið ofurlitlu af smjörlíki og
(84)