Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Síða 95
hratinu fara bætiefnin forgörðum. Mæðurnar gefa að
eins frá sjer með brjóstamjólkinni pau bætiefni, sem
þær fá með fæðunni. Mjólkin er mjög misjöfn og fer
það eftir fóðrinu. Töðufóðrun er best (sbr. skrána),
en í fóðurbæti er miklu minna af bætiefnum. Ein-
kennilegt er samræmið við litarefni; gulrætur og
tómatar hafa því kraftmeiri bætiefni, sem litur þeirra
er slerkari; grænasta grasið er og kraftmest; í gró-
andasmjöri eru mest bætiefni, enda er mikill litar-
munur á því og vetrarsmjöri.
Nú kunna menn að spyrja: Hvaðan fær þorskur-
inn i sig bætiefni? Ekki lifir hann á grasi eða græn-
meti heldur á smádýrum í sjónum; en þessi smáseyði
hafa nærst á enn minni verum; smærstu dýrin nær-
ast á piöntu-svifi sjávarins, örsmáum jurtum, sem
auðugar eru að bætiefnum. Bætiefnin í þorsklifrinni
má því rekja til jurtagróðursins í sjónum. Plönturnar,
bæði á landi og sjó, mynda bætiefnin og berast þau
svo í menn og skepnur með fæðunni. Jurtirnar eru
því að 'þessu leyti ómissandi milliliður milli hinnar
ólífrænu náttúru og dýraríkisins. Dýrin eru alger-
lega háð jurtarikinu; jurtirnar vinna líka með blað-
grænu sinni kolsýru úr loftinu og breyta henni í
sterkju eða mjöletni.
Matarœði tslendinga. Flest fólk hjer á landi hefir
svo breytilegt fæði, að litt ber á skýrum sjúkdóms-
einkennum, sem samfara eru bætiefnaskorti; en ekki
ber að hafa gætur eingöngu á skyrbjúg, beinkröm
eða öðrum glöggum veiklunareinkennum. Á hitt ber
ekki sjður að líta, að hin unga, uppvaxandi kynslóð
missir mótstöðuþrek gagnvart ýmsum sjúkdómum
og nær ekki fullum þroska og viðgangi, ef hollustu-
efnin vantar eða eru af of skornum skamti i fæð-
únni; er það ætíð fyrsta og ábyggilegasta veiklunar-
einkennið, að börnin hætta að þrífast. Ýmsir erlendir
læknar t^lja, að framfaraleysi, óveruskapur og veikl-
(91)