Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Blaðsíða 96
un á barnaldri sje oft og einatt afleiðing af óhentugu
fæði; ekki þannig, að það sje ekki nægilegt að vöxt-
unum, heldur vanti bætiefnin.
Hjer á landi er sennilega hættast efnalitlu fólki í
kaupstöðum; fátækra manna börn alast mjög upp
við kaffl, brauð með smjörlíki, snúða og vatnsgrauta.
Snúðarnir eru ljelegasta tegund hveitibrauðs, en út-
álátið á grautana venjulega saft af versta tagi. íslensk
saft mun sjaldan framleidd af berjasafa, en er stund-
um að eins anilínlitað sykurvatn. Nýmjólk og smjör eru
fágætir rjettir á mörgu heimili, en i nýmjólkinni eru
einmitt allar tegundir bætiefna. Smjörlíki úr islensk-
um verksmiðjum virðist standa á sporði útlendri
vöru, en betra að því leyti að það er nýrra. Vegna
verðmunarins á þvi og smjöri er smjörlíki og öld-
ungis ómissandi fæða, enda heflr það næringargildi
á við smjör; en því miður vantar bætiefnin. Petta
verða menn að hafa hugfast; nýmjólkin getur hjer
bætt úr skák, en sje ekki kostur á henni, ætti að
nota lýsi. Mjög varhugavert er fyrir sveitafólkið að
selja svo mikla mjólk eða smjör til kaupstaðanna,
að ekkert verði afgangs handa heimilisfólkinu; freist-
ingin er auðvitað mikil, að auka framleiðsluna sem
mest, en láta héimilið sitja á hakanum. En þeir
sveitabændur fara illa og óviturlega að ráði sínu,
sem neita sjer og sínum um smjör og nýmjólk, en
nota undanrenning og flytja til sín smjörlíki úr
kaupstaðnum; þó kemur þetta sennilega ekki að sök,
ef heimilisfólkið tekur lýsi, sjerstaklega börnin. En
hversu algengt er það í sveitum?
Mjög ætti. að vanda til fæðis í heimavistarskólum,
því þar er um að ræða fólk á æskuskeiði; fæðið
þarf ekki að vera íburðarmikið, en tilbúið úr holl-
um efnum. Taki skólafólkið ekki lýsi, þarf það að
hafa nýmjólk eða smjör.
íslendingar eiga sjer þjóðlegt viðbit, sem ekki er
haft hátt um og þykir jafnvel ekki »fínt«; þetta við-
(92)