Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Side 97
bit er brœðingur, sem búinn er ti) úr tólg og lýsi;
ýmsar tegundir lýsis og tólgar eru notaðar og til-
búningurinn með ýmsu móti. Peim, sem alast upp
við bræðing, pykir hann góður, en annars fellur
flestum hann illa. Pað er svo langt frá pví, að ekki
sje »fínt« að eta bræðing; hann er vafalítið eitt hið
hollasta viðbit sem völ er á og mun oft hafa átt
drjúgan pátt í að halda við heilsu og kröftum al-
mennings, pegar pröngt var í búi. Sem betur fer er
bræðingur enn notaður ekki óvíða á íslandi, en
notkunin ætti að aukast sem mest. Pað er lýsið sem
gerir bræðinginn svo dýrmætan. Lýsi ætti helst að
vera á hvers manns matborði; einstöku menn nota
lýsi út á soðningu og er pað auðvitað fyrirtak, en
gera varla aðrir en peir, sem við pað venjast frá
barnæsku. En flestum er vorkunnarlaust að taka
lýsi, ef pað er vel til búið úr góðri porsklifur; ekki
er lítið undir pví komið, að lýsið sje hreinlega og
snyrtilega fram borið. Er ólíkt lystugra lýsið, ef pví
er skenkt einsog víni í staup úr hreinni fallegri flösku,
heldur en hella pví eins og lyfl í skeið, oft og einatt
úr óhreinni og óvandaðri flösku, smitandi að utan af
lýsi. Sumurn fellur bezt að taka lýsið á kveldin
undir svefninn.
Pví hefir verið lýst hjer að framan, hversu rúgur-
inn er miklu ódýrari matur og hollari en hveitið.
Hveitibrauðsátið mun sífelt fara í vöxt hjer á landi,
en pað er stefna í öfuga átt. Landsmenn ættu að
flytja sem mest inn af ómöluðum rúgi, en mala
hann sjálfir; pá er auðveldara að afla sjer góðs rúg-
mjöls. Hveitibrauð er munaðarvara og pykir hent-
ugt stundum við sjúkdóma.
Grænmetisát hefir lítið tíðkast hjer á landi, enda
eru menn um fátl íhaldssamari en mataræði; liggur
jafnvel við borð, að sumum finnist sjer ekki sam-
boðið að »jeta gras«. Grænmetisát er ekki útlend for-
dild, en ætti að verða pjóðlegt hjer á landi, enda
(93)