Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Page 98
auðvelt að veita sjer sumt grænmeti svo sem njóla-
blöð, gulrófnakál, salat, spinat og fíflalauf; grænkál
stendur í görðum sunnanlands fram til jóla. Verk-
efni væri fyrir húsmæður þessa lands að hefjast
handa, finna óbrotnar aðferðir til að matreiða græn-
meti, sem kostur er á og breiða pá pekking út. Pá
mætti ekki gleyma töðunni, sem einstöku fátæk kona
notaði, pegar í harðbakka sló. Mikið væri unnið, ef
unt væri að matreiða úr töðu góða grænmetisrjetti,
er neyta mætti með mjólk, kjöti eða fiski. Ætla mætti,
að unt væri að nota vel verkað töðugresi til þessa.
(?iinnlaugar Claessen.
Bókasafn Pjóðvinafélagiins.
Á þessu ári koma út í Bókasafni Pjóðvinafélagsins
tvö lítil rit, og fá félagsmenn pau fyrir utan venju-
legar ársbækur, Andvara og Almanak.
Annað ritið, Sókrates, hefur inni að halda frásögp
Platons um málsvörn, fangelsisvist og andiát Sókra-
tesar. Pessar frásögur mega teljast einn afhornstein-
um vestrænnar menningár. Pær gefa sanna og skýra
mynd af Sókratesi, siðferðisþreki hans og lífsskoðun,
rökfimi hans og gamansemi. Enginn rithöfundur hef-
ur jafnast á við Platon í pvi að sameina list og
heimspeki. — Pýðingin er gerð af Steingrími Thor-
steinsson, en undirritaður hefur endurskoðað hana
og samið inngang til skýringar og leiðbeiningar les-
öndum.
Hitt ritið er Máttur manna, prjár ritgerðir eftir
William James (1842—1910), mesta heimspeking Ame-
ríkumanna. W. J. var jafnágætur fyrir lærdóm og
skarpleik, en mest bar hann af öðrum heimspeking-
um samtíðar sinnar fyrir hreinskilni sína og hleypi-
(94)