Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Qupperneq 99
dómaleysi og hæfileika sinn til pess aö gera heim-
spekina starfandi þátt í lífi manna.
Fyrsta ritgerðin, Máttur manna (þýdd af Guðm.
Finnbogasyni), sýnir fram á, að flestir menn lifi á
litlu broti af orku sinni og hæfileikum, að vér geturo
miklu meira en vér gerum. Vér búum yfir undir-
djúpum af kröftum, sem geta komið f ljós, þegar
hinir venjulegu aflbrunnar virðast þurausnir. Pessi
skoðun er rökstudd og gerð ljóslifandi með ýmsum
dæmum, og síðan bent á leiðir til þess að færa sér
þessar leyndu máttarbirgðir í nyt.
Önnur ritgerðin, Vani (Ólafur Marteinsson þýddi)
er örstutt, og þó liklega bezti og hagnýtasti leiðar-
vísir í skapgerðarlist, sem til er. Þar er bent á, að
vaninn sé hin nauðsynlega og trausta undirstaða
daglegra framkvæmda og breytni, og um leið skil-
yrði allrar æðri viðleitni. Síðan eru gefnar einfaldar
reglur um tamningu viljans og skýrt, hvað í húfi sé
ef hann er vanræktur.
Siðasta ritgerðin heitir Trúarvilji (þýdd af Sig.
Kristófer Péturssyni). Hefur W. J. sjálfur sagt, að
Trúar-rétlur væri betra nafn og nær því, sem
hann ætlaði sér að segja. Ritgerð þessi hefur í raun
og veru að flytja kjarnann í heimspeki James: að í
mestu vandamálum manna dugi ekki að elta vafa-
samar bollaleggingar rökvísinnar út í forað efasemda
og aðgerðarleysis, heldur verði vilji mannsins og
siðferðistilfinning að skerast í leikinn, velja um kosti
og láta reynsluna skera úr, hvort rétt er kosið. —
Annars verður ekki í fám orðum gerð grein fyrir
efni þessarar hugsanaþrungnu greinar, en það má
fullyrða, að hún hafi verið eitt af því, sem olii alda-
hvörfum í skilningi manna á trúmálum.
Búast má við, að mörgum af félagsmönnum þyki
rit þessi hvorki nógu auðlesin né skemtileg. En þeir
menn ættu að ihuga, að það er ljósasti vottur þess^
aö þau eiga erindi til þeirra. íslendinga brestur yfir-
(95)