Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Page 100
leitt tamningu til þess að hugsa alment. Peir sjá vel
einstök atriði, einstaklinga og staðreyndir, en brest-
ur vald á heildinni. Kemur þetta jafnt fram í fræða-
iðkunum og þjóðmálum, og sprettur þó ekki af
hæfileikaleysi, heldur leiðsöguleysi. Pá eru og sumir
svo skemdir af sögulestri, að þeir haldast ekki vak-
andi heila blaðsiðu, nema tvö eða þrjú dæmi ýti við
þeim. Nú eru bæði þessi rit að vísu óvenju auðskii-
in, en þó þarf að beita bæði athygfi og aivöru við
lesturinn, ef hann á að koma að notum. Lesandinn
verður að seilast upp fyrir sig, en ekki lúta niður. En
með því einu móti tognar úr honum við lesturinn.
S. N.
Bíma
um nokkur atriði i islenskri málfræði.
Eftir Halldór Briem.
Eins og vísur þessar bera með sjer, eru þær sum-
part um ftokkaskiftingu orða svo sem nafnorða og
sagna einnig samhljóðendanna, sumpart um orðmynd-
ir, er mönnum hættir til að hafa rangar, og er þá
ýmist, að hinar rjettu myndir eru sýndar, eða að eins
bent til þeirra, ef frekara þykir ekki þörf. Svo er
síðast nokkurt mái um stafina.
Flestar þessar vísur hafa áður verið prentaðar í
Ágripi af íslenskri málfræði, er jeg hef gefið út, og
seinast hefur verið prentað í Bókaverzlun Guðm.
Gamalíelssonar í Reykjavík 1921. Par eru þær ásamt
smásögum, sem þær eru i, hafðar sem iðkunardæmi
við samsvarandi kafla eða skýringar i málfræðinni.
En hjer eru þær að sjálfsögðu hafðar einar sjer, at-
hugasemdalaust að undanteknum þessum formáta, og
vísast því til greinds málfræðis-ágrips, ef einhver
(96)