Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Blaðsíða 101
skyldi óska frekari skýringa, en felast í sjálfum
vísunum.
Þó skal þess getið, að fyrst i röðinni eru nafnorð
(1.—3. vísa), því næst greinirinn (4.-7. v.), þá lýsing-
arorð og að nokkru leyti atviksorð (8.—11. v.), sagnir
(12.—21. v.) og siðast stafrofið (22.—30. v.).
1. Fleirtalan í flokka þrjá
fylkir sterkum nafnorðum,
ar, ir, ur hún endar á,
er svo skipað flokkunum.
2. Fó er aftur eins að gá,
orðin sterku hvorugkyns
fleirtöluending enga fá,
en þó ná til a-flokksins.
3. Þannig hvorugkyns sterk nöfn
koma í a-flokk öll, það finn,
eignarfallið í þá höfn
essi með þau leiðir inn.
4. Gáðu vel að greininum
í góðum karlkyns nafnorðum,
þeim er í fleirtölu enda á ar,
eins og frændur, nemendur.
5. Athuga fleirtölu-þolfall þá,
þegar orðin greini fá,
ending er sem annars a,
orð nú skulum tilfæra.
6. Sjá hjer báða brœðurna,
beita sjer á veturna,
fræða um búskap bœndarna,
og brúka mál og fingurna.
7. Kennendurna komna’ eg sje
og kenslu góða láta í tje,
en nemendurna læra af lyst,
og láta ekki færið mist.
8. Orð, er lýsa og enda á sœr,
eins og nýr jeg beygi,
(97)
7