Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Blaðsíða 109
Aö eg segi yður rétt,
eg hefi gert að nýju,
þegar þetta sést tilsett,
sjö og áttatíu.
Bergur Guðmundarson ólst þar eftir upp hjá for-
eldrum sínum í einhverri hinni beztu siðsemi, en
hvað við veik uppmenntan hans framan af árum, allt
fram að tvítugsaldri, leiði eg hér hjá mér að fram
færa, með því þar finnst ekkert markvert af foreldra
hans hendi, utan þetta eina, að frá fyrsta ungbarns-
aldri héldu þau honum til hvers konar þjónustu og
driftar, á hverju þau sjálf höfðu hið mesta álit,
miklu framar en á bókmenntum og lærdómi, til hvers
Bergur var þó einasta hneigður, og því þyngra sem
honum veitti [að mega ekki hið allraminnsta dýrka
þessa náttúrudrift, þess meiri hugraunar og gremju
aflaði þetta honum, svo hann sór við sitt höfuð, deo
volente [þ. e. ef guð lofaði], að gefa sig eitthvað
burtu til lærdómsiðkana.
þó Bergur Guðmundsson hlyti að hafa sínar krist-
indómsiðkanir einasta í hjáverkum, var hann samt
mikið ungur búinn að læra sinn kristindóm og þá
vorðinn einhver hinn bezti í honum af jafnöldrum
sínum, en með því tregt vildi veita þá sem oftar að
fá kúabólu á Norðurlandi, svo vel fyrir confirmandos
[þ. e. fermingarbörn] sem aðra, beið hann fermingar
ásamt öðrum fleiri til ársins 1817, þegar hann, þá
fimmtán vetra að aldri, var ásamt öðrum sex kon-
firmeraður af Porláki Hallgrímssyni,1) þáverandi
presti til Svalbarðs í Pistilflrði. Liðu síðan nærri 4
ár til þess seint um veturinn 1821, þann 25. febrúar,
þá síra Jón Benediktsson2) á Svalbarði, sóknarprestur
Bergs og hans lærdómslyst gagnkunnugur, tók sér
fyrir hendur, máske fyrir bón Bergs sjálfs og móður
1) Síðast prestur að Presthólum, d. 1862.
2) Síðast prestur að Rafnseyri, d. 1862.
(105)