Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Side 114
sækja þar um ölmususkóla á Bessastöðum, hvað hann
þó ekki gerði, þegar að fram kom, þvi þegar hann
kom suður, voru ölmusur allar veittar og búið að
afneita sumum skólapiltum, sem sókt höfðu um öl-
musu, meðal hverra var Jósep Magnússon1 2 3) frá
Brandagili, sem nýbúinn var heilan dag að hnékrjúpa
byskupi Steingrími um ölmususkóla, og var þó frá-
vísað. þegar Bergur sá nú, hvernig bæði þessu og '
öðru fleira var illa og óreglulega háttað með skóla-
kennslu á Bessastöðum, sókti hann aldrei um ölmus-
una og sagði, að þeir skyldu mega sleikja hana í
náðum sín vegna, en fór strax ásamt Jósepi Magnús-
syni og fleiri piltum og keypti skólakennslu hjá atte-
stato laudabili [þ. e. háskólaguðfræðingi með 1. eink-
unn] herra Guðmundi Bjarnasyni8), sem þá var sókn-
arprestur til Garða í Garðahverfi og Bessastaðaskóla
á Álptanesi, en sem nú er orðinn dómkirkjuprestur
til Reykjavikur og klausturprestur til Viðeyjar, og
frambýður nú síra Guðmundur Bergi dimission ...
Hjá”) þessum fyrr nefndu lærðu mönnum, prófasti
herra Birni Halldórssyni og attestato laudabili herra
Guðmundi Bjarnasyni stúderaði Bergur kostgæfilega
í fimm ár4), allt það, sem þá var vanalega lært í
skólum á íslandi, að hebresku einni undantekinni,
sem þá var ekki kennd, nema sumstaðar á íslandi,
1) Varð prestur i Breiðavikurþingum, d. 1851.
2) Sira Guðmundur var sonur Bjarna Halidórssonar i Sviðholti.
Hann var lærdómsmaður mikill. Hann hafði hugsað sér staðfestu
utanlands og var þar kennari fyrst eftir að hann lauk guðfræða-
námi. Pá veiktist faðir hans og vildi fá Guðmund til sín, og fór
hann heim við það. Guðmundur var síðast prestur að Hólmum i
Reyðarfirði og andaðist 1839, að eins 45 ára gamall. — Háskóla-
guðfræðingar, er 1. einkunn hlutu, höfðu sama rétt sem latinu-
skólar tíl þess að útskrifa stúdenta. Margir lærðu hjá síra Guð-
mundi og útskrifaðir af honum voru, auk Bergs, síra Porsteinn
Pálsson að Hálsi i Fnjóskadal og Einar Stefánsson á Reynistað.
3) Hér er aftur horfið að miðævisögunni (bls. 64 o. s. frv.).
4) Hér er neðanmálsgrein, ómerk, og því sleppt.
(110)