Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Page 115
t. d. i públikskólanum á Bessastöðum og i prívatskóla
sira Jóns i Möðrufelli1); pó í hinum fyrr nefnda til
eintómrar málamyndar, en einskis gagns. Pvi, þegar
rétt er að gáð, er kennslumátinn í Bessastaðapúblík-
skóla miklu lakari og óreglulegri heldur en kennslu-
máti i góðum prívatskólum. Auk þess er ætíð í públik-
skólum meiri órói og gárungalifnaður heldur en i
prívatskólum, þar eð vanalega eru miklu færri skóla-
piltar í þessum en hinum. Pessara orsaka vegna út-
valdi Bergur sér heldur að læra í prívatskóla en pú-
blikskóla, og sókti þvi aldrei um þenna á Bessastöð-
um. Hann komst lika að raun um, að á þeim árum
voru meðal lærisveinanna á Bessastöðum þrjú níð-
menni, sem honum voru öll hatursleg, og hefir Berg-
ur, til verðugs þakklætis, annarstaðar lýst þeim með
nöfnum og kennimerkjum2).
Hjá sínum fyrr nefndu skólakennurum fekk Bergur
samhljóða beztu og sannferðugustu vitnisburði fyrir
gáfur, lærdóm, spakferðugt dagfar og staka kostgæfni
við bókmenntir, hvar upp á hann var dimitteraður
þann 24. júní árið 1826, hver dimission síðan var
staðfest af byskupi herra Steingrími Jónssyni með
vanalegri venia concionandi [þ. e. predikunarleyfi],
og eru. enn nú tilverandi skjöl og eiginhandarrit
órækir vottar alls þessa, sem hér er greint.
Eftir að Bergur Fílomathes var, sem mælt, kominn
i tölu reglulegra studiosorum, var honum ráðlagt af
mörgum að sækja um einhverja fasta forþénustu eða
embætti á íslandi, en af öðrum var hann áfýstur til
að sigla til Kaupmannahafnarháskóla, en á hvorugt
þetta ráð vildi hann fallast, þar eð hann hafði allt
annað í hyggju, en þótt hann engum manni það
segði. Aform, sem um þessar mundir kom Bergi til
1) Þ. e. sá, er gaf út kristileg smárit og kallaður var hinn lærði,
d. 11846.
2} Ekki er nú auðið að finna, hverjir peir hafa verið.
(111)