Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Qupperneq 118
mikla bókhöndlan, hverja hann leysti vel af hendi
og stóð að lyktum útgefendunum trúlega skilum á
andvirði allra þeirra bóka, hvar fyrir hann meðtók
skriflegar kvitteringar af þeim.
Af því, sem nú er í stuttu máli á vikið, getur hver
hygginn og réttsinnaður maður auðveldlega ráðið, að
Bergur hefir fyrri og seinna á þeim þarti ævi sinnar,
sem hann er búinn að lifa, siðan hann á fót komst,
ætíð haft eitthvað nytsamlegt og skynsamlegt að sýsla
með kostgæfnu sálar- og líkamserfiði til skiþtis, þó
nokkur illgjörn og vitstola villudýr, eiturormar og
nöðrukyn á íslandi hafi með lognum lastmælum
reynt til að gera sem minnst úr öllu slíku, og sann-
ast vel á þeim sá íslenzki orðsháttur: Pví slettir hún
baula halanum, að hún vill aðrar jafnskitnar sér.
En þegar slikt er á undan gengið, þá er ævinlega
eftirleikurinn óvandari, og sú er vissust huggunin, að
meira má en kvikinds kjaftur
kraftur guðs og sannleikans,
eins og þjóðskáldið Eggert Ólafsson viðurkenndi.
Skrifað í Aþríli 1833 eftir órækum skjölum og
vitnisburðum.
Nóttina1) milli þess 4. og 5. Januarii lagðist bónd-
inn mr. Guðmundur smiður Jónsson í Hvammi
veikur í kveflandfarsótt, lá í rétta viku og andaðist
að kveldi þess 11. Januarii, en var greftraður þann
19. sama mánaðar. Sóknarprestur hans, síra Jón
Benediksson, hélt stutta, en merka og orðrika ræðu
yfir líkinu, áður en það var út hafið úr kirkjunni.
Sömuleiðis setti hann þeim framliðna grafskrift.
Önnur grafskrift var honum líka sett á latínu af stu-
dioso Bergi Filomathes, og finnst hún yfir leiði Guð-
mundar i Svalbarðskirkjugarðí í Pistilfirði.
Hálfu þriðja ári eftir að Guðmundur var andaður
og löglegur arfur eftir hann var tilfallinn syni hans,
1) Petta, sem hér fer á eftir, er tekið af bis. 109 o. s. frv.
(114)