Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Side 120
í huga hans, sem sjá má af ævisögunni og öðrum minnisgreinum
þar. Ein þeirra er svo: »Sækja um það hjá konginum i Saxlandi
að mega eiga tvær konur, ea conditione adjecta lþ. e. með því
skilorði] að annast báðar jafnt, ef báðar breyta jafnalúðlega við mig«
(JS. 486, 8vo, bls. 249). Svo er sagt, að Bergur hafi fyrir fram gefiö
nöfn 12 börnum sinum, er hann hugðist að eignast i Suðurlönd-
um; kemur þetta og að nokkuru heim við minnisgrein hans (bls.
253; þar stendur: »Fyrsti filius meus |þ. e. sonur minnj skal heita
Guðbrandur Gabriel, eftir ættföður mínum Guðbrandi byskupi
Porlákssyni, annar Friðrik Fílómathes og þriðji Hóseas Hoffmann,
fjórði með því liebreska viðurnefni, sem eg tek mér i Germaníu«
[þ. e. PýskalandiJ.
Bergur hefir verið bæði sérvitur, einrænn, kátlegur og þó all-
mjög upp með sér. Benedikt alþingismaður Sveinsson, sem er
nákominn Bergi að frændsemi, segir svo frá, að þegar hann átti
tvíburana, hafi móðir hans snuprað hann i kirkjuferð og talið
honum illa sæma að klæðast prúðbúnaði; varð Bergi svo mikið
um, að hann klæddist lengi siðan hinum verstu tötrum og reyrði
að sér snærum. Gísli Konráðsson segir (Lbs. 394, 4to., bl. 250-1),
að í norðurför hafi Bergur komið að Nautabúi í Tungusveit og
spurt þar heimamenn, hvort þar byggi heldur Minerva, Venus
eða Mómus. — Bergur hefir, auk þeirra rita, sem hann nefnir i
ævisögunni, ritað eins konar stæling á Ármanni á alþingi, sem
hann nefnir »Gullvægt félagsrit, sem kallast Ármann á alþingi«;
er það að finna í JS. 201, 8vo., og hefir að geyma ýmiss konar
heilræði og speki; segist höfundurinn haga ritinu á sama hátt
sem Atla, Hjálmari á Bjargi og Vinagleði. Pað kemur framafinn-
gangi þessa rits (eins og sjálfri ævisögunni), að Bergur hefir trölla-
trú á Magnúsi justitiariusi Stephensen i Viðey, enda er jafnan
ósvikinn Viðeyjarkeimur að orðbragði og setningum Bergs. Par
segir svo (bl. 5): »Hvað um stýl eða orðfæri í henni [þ. e. bók
þessari Bergs, Ármanni á alþingi] er að segja, þá er það liið
allraréttasta og skiljanlegasta og kemur heim við orðsnilld þess
merkasta stýlista, sem ísland nokkurn tíma ótti, nefnilega kon-
ferenzráðs og justitiarii doct. Magnúsar Stephensens, hvers mál-
lýzka og grundaða orðfæri ber af stýl allra annarra islenzkra rit-
höfunda, sem allt til nálægs tíma hafa gefizt, því þó lögmaður
Snorri Sturluson, byskup mag. Jón Vidalín og byskup dr. Hann-
es Finnsson verðskuldi og beri mikið hrós fyrir mállýzku sína,
er það samt meir fyrir mælsku þeirra, heldur en hreint og grund-
að orðfæri, því þeir fáu af lærðum mönnum á íslandi, sem eru
fullfærir í orthographia eður réttritunarfræðinni, hafa fundið
mörg rangmæli, skakkt hneigð orð og liálfdönsk orðatiltæki i bókum
þeirra«. Pykir Bergi enginn komast nálægt Magnúsi að orðsnilld,
nema lielzt síra Árni Helgason i Görðum. Pókti jafnvel Magnúsi
(116)