Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Page 122
Skrítlur.
(Að mestu eftir Alb. Engström).
Nýlega lofaðist stúlka manni, sem áður hafði beðið
hennar 23 sinnum, en sagði þó: »Þetta kemur mér
svo óvænt, Jörundur«.
Ntji úrsmiðurinn við sinn fyrsta viðskiptamann:
»Hér er nú klukkan, lðguð og í gangi«.
Viðskiptamaðurinn: »En hvað er í öskjunum þeim
arna?«
Úrsmiðurinn: »Hjólin, sem gengu af. Gerið þér
svo vel!«
Jón gamli kemur til dýralæknis og vill fá »sterkt«
áfengi handa veikum kálfi.
Dýralœknirinn: »Eg man ekki til þess, að þú eigir
nokkurn kálf«.
Jón gamli (ákafur): »Pað var skrítiðj! Og eg hefi
þó átt hann árum saman«.
Ráðsmaðurinn (við nýjan húsbónda sinn, kaup-
staðarmann): »Við þurfum að fá fleiri kýr, því að
mykjan er ekki nóg til áburðar«.
Rúsbóndinn (sem er framfaramaður mikill): »Ætt-
um við ekki að gefa þeim laxerolíu, þá þurfum við
ekki fleiri kýr«.
Jón í Rauðhól (á vakningarsamkomu, vitnar): »Ef
drottinn hefði viljað, að manneskjurnar skyldu reykja,
þá hefði hann, sannarlega segi eg yður, gert gat í
hnakkann á þeim, til þess að hleypa reyknum út«.
Pétur gamli kemur í 30 stiga gaddi inn í verzlun
og biður um vasaklút.
Kaupmaðurinn: »Svo að þú hefir fengið kvef; það
er von í þessum kulda«.
(118)