Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Blaðsíða 123
Pétur: »Nei-nei, eg hefi ekki kvefazt; en treyju-
ermin min er stokkfrosin i þessum heljargaddi, svo
að eg má til að fá klút«.
— »Hvernig líður konunni þinni, Jón?«
— »Jú, læknirinn segir, að hún sé dauðvona, en
eftir hagskýrslunum um dánaraldur hér á slóðum
sýnist ekki vera nokkur von um það«.
Á bæ einum las húsbóndinn á hverju kvöldi forn-
sögur fyrir fólkinu. Einu sinni spurði hann eina
vinnukvennanna: »Nú, hvernig lízt þér á Skarp-
héðin, Gudda?«
Gudda: »Ha, Skarphéðin; er það hann Gunnar á
Hlíðarenda?«
Prestur (þjónustar forhertan Gauta, sem liggur fyrir
dauðanum): »Hafið þér ekkert fram að færa, til þess
að létta á syndabyrði yðar?«
Gautinn: »Ne—ei; þrjá menn hefi eg drepið að vísu,
en þremur hefi eg potað inn i veröldina i staðinn.
Og aldrei hefi eg komið í kirkju, en eg hefi aldrei
gengið fram hjá veitingahúsi, án þess að lita inn, svo
að þetta ætti að ganga upp«.
í nýja ríkinu: — Já, nú skulu skólarnir lagðir nið-
ur, því að nú er menntunin orðin almenn.
Ándrés vinnur fyrir timakaup, kemur með reikn-
ing, þar sem suma daga eru reiknaðir 24 tímar og
einn daginn jafnvel 25.
Húsbóndiun: »Pó að þú getir unnið 24 stundir á
dag, þá er ekkert við því að segja, -en hvernig í
skrambanum hefirðu getað komizt upp í 25 stundir
á dag?«
Andrés: »Jú, þann daginn vann eg i miðdegis-
matarhléinu«.
(119)