Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Blaðsíða 124
Prestskonan: »Hvernig stendur á þvi, að þú skulir
tyggia þessi ósköp af tóbaki, Pétur?«
Pétur: »Hvernig ætti eg að vera eins og svín og
hafa allt af matarbragðið í munninum!«
Byskup (í visitazíu, kemur í kirkjugarð, alvaxinn
rúgi): »Nei—nei, þetta hjálpar ekki!«
Grafarinn: Já, það er það, sem eg hefl sagt prest-
inum: Rúgur er alt af rúgur, reynið heldur kart-
öflur!«
Jóhann (í kvonbænum við tengdamóður isína til-
vonandi, sem spyr hann að, hvort hann ’geti fætt
konuefni sitt): »Ja, þegar eg bý tii mat, verða svo
miklar leifar eftir, að ef eg fæ mér ekki konu, verd
eg að fá mér hund«.
»Heyrðu, Svalstrand; þú verður að fara að eiga
búðarstúlkuna þina; hún er farin að fá óorð á sig
þín vegna«.
Svalstrand: »Ertu galinn, heldurðu, að eg eigi stúlku,
sem hefir óorð á sér!«
»Hvernig gengur verzlunin?«
Guðsorðabóksalinn: »Æ, minnstu ekki á það; við
og við koma einhverjir djöflar og kaupa eina og
eina sálmabók«.
Jói (er sendur í banka): »Eg átti að spyrja, hvort
hér væri nokkur víxill á Jósep Jónsson«,
»Er hann samþykkjandi?«
»Nei«.
»Er hann fallinn?«
»Nei; hann er i vegavinnu«.
Prestur: »Pað er leitt, að þú skulir vera eins latur
og þú ert, Jón; þér hlýtur að farnast illa«.
(120)