Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Qupperneq 36
Einu sinni var hann staddur á fundi brezka visinda-
félagsins í Toronto i Canada. Lord Lister stýrði
fundinum. Pá kallar allur pingheimur: »Bryce, Brj'ce,
Bryce!« og linnti ekki látum, fyrr en hann stóð upp.
Daginn eftir sagði Lister við konu Bryce: »Hann
skarar langt fram úr okkur öllum«,
Meira hluta ársins 1913 fór hann um Japan, Kína,
Manchuríu, Koreu, Síberíu, gekk Altai-fjöllin, og um
Rússland heim. Sumarið 19M fór hann um Gyðinga-
land og Sýrland. Þá kom ófriðurinn mikli, og var
hann formaður nefndar, sem rannsakaði hryðjuverk
Pjóðverja í Belgíu. Árið 1918 var hann formaður og
aðal-vinnuraaður í nefnd, er rannsakaði, hvernig ætti
að breyta og bæta House of Lords (efri deild þings),
og munu tillögur hans í nefndarálitinu verða teknar
upp innan skamms Arið 1919 rannsakaði hann lýð-
veldis'-tjórn í Sviss, en 1920 gfkk hann Atlas-fjöll í
Marokkó að kynna sér Berba (Berber-þjoðflokkinn).
Hafði eg skrifað honum árið áður, að þeir væru
bláeygir og ljóshærðir langhöfðar. Hann fór um alla
Marokkó.
Engin ellimörk eru á »Modern Democracies«, heljar-
verk í 2 bindum, sem kom út 1921; lýdr hann þar,
af eigin-reynslu, oftast, alls konar lýðveldisstjórn í
öllum löndum, með kostucu hennar og ókostura.
Hvert land, hver þjóð, sem hann segir frá, hefir þýtt
kaflann um sig á sitt mál. Hann fór síðustu (11.) ferð
sina til Bandaríkjanna, 1921, hélt fyrirlestra við 4
háskóla og um milli-þjóða-samkoraulag (International
Relations) i Wuliamstown. í dec. það ár hélt hann
síðustu þingræðu sína i House of Lords, fagnaði
frelsi trlands; í sama mánuði hélt hann ræðu í
Mansion House um að hjálpa Armeníumönnum, aðra
á anglo-amerikönskum sagnaritarafundi, fjórðu, er
hann afhjúpaði mynd vinar síns, Lord Reay í Uni-
versity College. Hann var að flýta sér, þó að ekki væri
(32)