Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Qupperneq 38
Frakklands og Noröurlanda í visindum og listum
(Les rapporls intellectuels et arlistiques entre la France
et les pays scandinaves). Lýkur hann þar máli sínu á
þessa leið:
»Hvernig má þá i fám orðum einkenna hugsjón
þá, er áhrif menningar vorrar hafa blásiö Norður-
landabúum í brjóst, frá því á víkingaöld og til loka
miðalda, í listum og bókmenntum, klæðaburði og
skrauti, siðum og háttum, hugmyndum og hugarfari?
Ef til vill með þessum lýsingarorðum, sem þeir hafa
lánað hjá oss á ýmsum tímum og varðveitt tii vorra
daga, þrjú hin fyrstu í öllum Norðurlandamálunum,
en hið síðasta eingöngu í íslenzku: kœrr, prúðr, finn,
kurleiss.a
Mest gagn heflr Verrier þó eflaust gert oss íslend-
ingum með þeim áhrifum, sem hann heflr haft á
lærisveína sína með því að kynna þeim mál vort og
bókmenntir. Einn af þeim heflr t. d. þý!t Laxdæla-
sögu á frönsku og ritað stuttan en snjaitan inngang
um fornbókmenntir vorar. Pýðingin er helguð Verrier.
(Sbr. Skírnir 1914, bls. 437). Er óhætt að segja, að
islenzkar bókmenntir eiga sér nú ekki betra vin í
Frakklandi en Verrier.
Á engu frönsku heimili var Norðurlandabúum betur
fagnað, þegar eg þekkti til, en á hinu ágæta heimili
Verriers, enda komu þar margir. Pað var eins og að
hitta franskan bróður. Hann gat átt með manni allt,
sem maður hafði að erfðum fengið, og um leið veitt
útsýn yfir hið mikla andans óðal, sem hann átti að
auki. Mér verður jafnan hlýtt, er eg minnist hans.
G. F.
(34)
r