Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Page 42
embættisprófi í stæröfræöi við Khafnarháskóla,
með I. einkunn.
Febr. 11. Lauk Einar Baldvin Guömundsson embættis-
prófi i lögfræði við háskóiann hér, með I. einkunn.
— 24. Walter G. O. A. Sigurðsson kaupmaður viður-
kenndur brezkur vararæðismaður t Rvik.
í þ. m. luku embættisprófi í læknisfræði við
háskólann hér Einar Ástráðsson, Gísli Pálsson,
Jens Jóhannesson og Lárus Einarsson; allir með
I. einkunn.
Marz 20. Var síra Jón Guðnason að Kvennabrekku
skipaður sóknarprestur að Prestsbakka. — Sira
Stefán Kristinsson að Völlum, setturprófasturí Eyja-
fjarðarprófastsdæmi, var skipaður prófastur par.
1 þ. m. var síra Jóni Árnasyni að Bíldudal veitt
lausn frá embætti frá fardögum s. ár.
Apríl 2. Var Pórður Sveinsson yfirlæknir við Klepps-
spítala sæmdur prófessorsnafnbót.
— 24. Var Magnús Jónsson dócent settur prófessor
við guðfræðideild háskólans, frá 1. s. m. — Var
Ásmuudur Guðmundsson skólastjóri settur dócent
við guðfræðideild háskólans, frá '/« s. árs.
— 28. Var síra Jakob Kristinsson settur skólastjóri á
Eiðuro, frá ’/o s. árs. — Var Sigurður Jónsson
kaupmaður á Seyðisfirði viðurkenndur brezkur
vararæðismaður þar. — Luku 19 nemendur kenn-
araprófi úr kennaraskólanum. Útskrifuðust 17 úr
Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.
í þ. m. var Útskálaprestakall veitt Eiriki Brynj-
ólfssyni cand. theol. — Var Helgi Guðmundsson
skipaður verzlunarerindreki tslands, á Spáni. —
Var dr. Schellhorn sendisveitarritari settur þýzkur
ræðismaður i Rvik. — Páll Zophóníasson skóla-
stjóri á Hóium varð ráðunautur Búnaðarfélags
Islands frá */* s. ár.
Maí 2. Bergur Jónsson settur sýslumaður í Barða-
strandarsýslu var skipaður sýslumaður þar.
(38)