Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Page 65
viðtæki i sveitum á Suður- og Austurlandi, en 500—
700 kr. tæki i Reykjavík, ef vel á aö heyrast. Raf-
magnseyðslan er þá 1 eyrir hvern notkunartíma fyrir
ljósarafmagnstæki, en 10—20 aurar 1 kist., ef rafvirki
eöa rafgeymar eru notaðir. Tæki fyrir ljósarafmagn
eru með öllum útbúnaði um 30% dýrari en hin, sem
nota rafvirki, en pað borgar sig ávallt fyrir margra
lampa tæki hér á landi að nota heldur ljósarafmagns-
útbúnað, þar sem því verður við komið, heldur en
rafvirki, bæði beint fjárhagslega, og svo er miklu
siður hætt við, að bili. Pað fer alveg eftir því hve
mikið tækin eru notuð, hve hátt beri að reikna vexti
og fyrning tækjanna fyrir hverja klukkustund, sem
þau eru notuð. Annar rekstrarkostnaður er fólginn í
endurnýjun lampanna, sem er tæpur % eyrir á hvern
iampa fyrir hverja klukkustund, sem hann er notaður.
Pegar maður hlustar á útvarp hér í Reykjavik, þá
er það ekki allt af óblandin ánægja; oft heyrast
erlendu stöðvarnar dauflega eða óhreint og ailt er
fullt af braki og brestum eða loftskeytamerkjum.
fað er því engin furða þótt enn séu ekki 60% bæjar-
búa orðnir útvarpsnotendur. Einstöku mönnum dettur
það i hug, að svona sé útvarpið almennt, en varla
munu þeir, er þeir hugsa um það, i alvöru halda,
að t. d. meira en helmingur Berlínarbúa verji árlega
stórfé (yflr 10 milj. kr.) og tíma i að framleiða og
hlusta á slík óhljóð, og að menntamálastjórnir annarra
ríkja og forstjórar tónlistaháskóla séu að ryöja þessu
braut með stórkostlegum tilkostnaði, ef það væri
ekki betra. Sannleikurinn er sá, að i engu öðru landi
heflr þjóðin árum saman verið svift skilyrðum til að
geta heyrt viðunandi innlent útvarp, en að eins verið
visað á erlendar stöðvar í þúsunda kilómetra fjar-
lægð. Til þess að geta tekið við útvarpi frá svo fjar-
lægum og oft orkulitlum stöðvum, þurfa menn að
fá sér mjög dýr viðtæki; enn fremur er það venju-
lega samfara næmum tækjum, aö þau bjaga tónana
(61)