Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Side 71
sendiloptnetið (yirnet, sem hangir í háura stöngum
fyrir utan útvarpsstöðina) að sjá um, að þessar raf-
sveiflur berist sem kröftugast út í umheiminn til
viðtakanda. Eins og ljósgeislar verða að »mótast« af
einhverjum hlut til péss að geta flutt okkur mynd af
honum, eins verður að móta hinar örtíðu rafsveiflur
útvarpsstöðvarinnar áður en þær berast út, svo að
þær geti flutt okkur »myndir« af tónum þeim, sem
útvarpa átti; því að tónarnir, loptsveiflurnar, geta
ekki flutzt sjálfar til fjarlægra landa, heldur er það
tilgangurinn að láta tónsveiflurnar á sendistöðinni
hafa þannig áhrif á hinar viófleygu örtíðu rafsveiflur,
»móta« þær þannig, að þær geti á viðtökustaðnum
með aðstoð viðtækisins framkailað aftur nákvæma
eftirlikingu hinna upphaflegu tóna, framleitt sams
konar sveifluhreifingu i loptinu hjá eyra viðtakand-
ans. Á viðtökustaðnum er fyrst alilangur vir, loptnet,
sem á að draga sem mest af orku rafsveiflnanna inn
í viðtækið, en þar eru hinar upphaflegu hljómmyndir
siaðar út úr hinum örtíðu ratsveiflum, þannig að i
viðtækinu myndast rafslraumur með sömu tíðni sem
hinar upphaflegu hljómsveiflur, sem átti að útvarpa,
og þessi straumur er svo magnaður með lampa-
mögnurum, þ. e. a. s. styrkur hans er aukinn, án
þess að tiðnin breytist, og svo er hann látinn fara
gegnum heyrnartól eða gelli, sem setur loptið í sams
konar, jafntíðar sveiflur, sem berast til eyrna við-
takandans.
Til þess að viðtækið ekki taki sveiflur frá öllum
mögulegum stöðvum til meðferðar I einu, og tónarnir
frá þeim blandist saman i hrærigraut, þá eru stöðv-
arnar látnar nota örtíðar sveiflur með mismunandi
tiðni, eða ólikum öldulengdum, og viðtækin eru svo
gerð, að það er hægt að stilla þeim þannig, að þau
verði langnæmust fyrir einhverri ákveðinni öldulengd
eða m. ö. o. fyrir sveiflum frá ákveðinni stöð. Þetta
er venjulega nefnt að »stilla« viðtækið »inn á« þessa
(67) *