Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Side 90
skjólið opið, nema hreppurinn. Minntist pá faðir minn
pess, að ógoldið var hnakklánið, og bauð hann pvi
Magnúsi til sin, pá hann pað feginshendi, og dvald-
ist síðan til æviloka hjá foreldrum minum.
Magnús var hár maður vexti, en fremur grannvax-
inn. Líklega hefir hann verið allsnotur á yngri árum,
en pegar eg man til hans, var hann hvítur fyrir
hærum, augndapur og punnur á vanga, með gráa
skeggbrodda, sem hann stýfði jafnharðan og peir
lengdust. Hann var kvikur á fæti; pó fór pað nokkuð
eftir vinfengi hans og gigtarinnar, sem var honum
furðu-tylgispðk, og sennilega hefir pað verið hún,
sem vandi hann á að leggja tíðast vinstra handarbak
á mjóhrygginn, er hann gekk.
í dagfari var Magnús fáskiptinn og ómjúkur í orði,
en aldrei man eg til, að hann skipti skapi, nema ef
svo bar undir, að skepnum væri misboöið, að honum
ásjáandi; pá reiddist hann og varð iliorður, og ekki
voru húsgangar og oflátungar ofsælir af ábætinum,
sem peir fengu hjá Magnúsi eftir góðgerðirnar i
bænum, er peir komu út og ætluðu að taka til reið-
skjóta sinna, sem peir hðfðu bundið við hestastein-
inn, meðan peir sátu inni; var pað pá oftast, að peir
máttu ómaka sig út fyrir túnið eftir peim, pví að
Magnús sagði, að pað fyllti ekki kviðinn á blessaðri
skepnunni sveittri og uppgefinni eftir fantareið peirra,
að peir sætu inn i bæ og kýldu vömb sina.
Ekki man eg til, að eg sæi hann nokkuru sinni líta
i bók, en áreiðanlega var hann óheimskur maður.
Aldrei hafði hann verið orðaður við kvenfólk, en
drýgindalega hafði hann samt talað um pau efni og
látið sem hann myndi ekki hafa verið kröfuminni
en aðrir i peim greinum, ef lánið hefði leitt hann
að réttum dyrum. En pað reyndi ekki á pað; hann
var ávallt einn sins liðs og vann ððrum. Hafði ein-
hver húsbóndi hans, sem lengi naut vinnu hans,
sennilega fyrir litið gjald, gengizt fyrir pvi, að hann
(86)