Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Page 91
var af konungi sæmdur minnispeningi úr silfri, fyrír
dygga þjónustu í vist. Aldrei sá eg þann grip, pvi að
þegar Magnús var eitt sinn spurður eftir, hvar hann
geymdi hann, svaraði hann: »Æ, eg gaf hann krakka
til að leika sér að, hégómann þann arna«.
Oft hafði Magnús komizt í hann krappan. Eitt sinn
lenti hann i skipreika og var bjargað, er hann var svo
langt leiddur, að hann hafði nálega fært sig úr hverri
spjör; fannst honum hann vera að hátta i rúm sitt.
Harmaði hann það mjög að vera ónáðaður, þvi að
þá sagði hann, að sér hefði liðið betur en hann fengi
frá sagt.
Öðru sinni var hann nálega orðinn úti milli fjár-
húss og bæjar. Var hann að koma heim frá gegning-
um með heymeis á bakinu. Var frostið, fannfergjan
og veðrið svo mikið, að hann mátti varla á móti þvi
strita. Loks setti hann meisinn niður og settist á hann
til að hvila sig, en sá brátt, að það tjáði ekki, þvi að
hann sigraði svo mikill svefn, að það taldi hann sig
i mesta þraut komizt hafa að vinna bug á höfganum
og halda til bæjar með meisinn.
Það tel eg vist, að Magnús hafi verið geðrikur og
tilfinninganæmur, þó að sjaldan yrði þess vart. Koua,
sem var honum samtiða hjá foreldrum minum, hefir
sagt mér frá litlu atviki, sem til þess bendir. Faðir
minn var eitt sinn að ganga um gólf i baðstofunni
og skeggræða við hjú sin; vikur hann sér þá að
Magnúsi og segir: »Hvar ert þú annars sveitlægur,
Magnús minn?«
Magnús setti dreyrrauðan og varð orðfall, en móðir
mín, sem tíðast var fljót til svars, gall við og segir:
»Pað má einu gilda, hvar hann Magnús á sveit; hann
fer aldrei á sveitina«. Áumingja pabbi varð að gjalti
og gat þess, að hann hefði ekki spurt af þvi, að hann
hefði ætlað sér að segja hann til sveitar, heldur fyrir
forvitnis sakir. En það sagði sögukonan mér, að
(87)