Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1933, Qupperneq 38
rússnesku, heldur einnig sumir þeir, sem hðfðu trú
á henni, að mjög mundi skipast í annað horf, er
hann félli frá. Heimurinn hafði, og með réltu, taiið
hann framkvæmanda stefnunnar, ef ekki höfund
hennar í þeirri mynd, sem almenningur er nú farinn
að kynnast. Og andstæðingarnir sögðu sem svo, að
þó að Lenin tækist að halda öllu í horfi um sina
daga, þá mundi verða erfitt að finna honum eftir-
mann. Flestir bentu á Trotsky. Sameignarstefnan t
Rússlandi stæði og félli með Lenin, og enginn gæti
framkvæmt hana nema Lenin, sögðu menn, og and-
stæðingarnir voru farnir að sætta sig við Lenin og
vonuðu, að hann mundi slá svo af fræðikenningu
sinni í framkvæmdinni, að lítið yrði eftir, ef hann
lifði lengi. Studdist þessi von við stefnubreytingar
þær, sem hann varð að gera að öðru hverju og
að vísu mega heita afsláttur á kenningunum, ekki
sizt NEP-stefnan svo nefnda, en þessir þrír stafir eru
skammstöfun vesturlandamála á orðunum »New
Economical Politics« — ný stefna í fjárhagsmálum —
og var sprottin af því, að Lenin sá, að ekki var unnt
að fylgja fram í hvívetna þeirri áætlun, sem bezt
samrýmdist sameignarkenningunni. Honum reyndist
eins og svo mörgum, að kenning og framkvæmd er
sitt hvað.
Og auk þess var hann meiri fræðimaður en fjár-
mála og framkvæmda. Á útlegðarárum sínum hafði
hann vissulega ihugað og kannað fræði sameignar-
stefnunnar betur en nokkur samtíðarmaður hans. En
framkvæmdina hafði hann ekki haft tækifæri til að at-
huga, því að hvergi var staður til þess. Hins vegar
átti eftirmaður hans hægari aðstöðu, því að þann tíma,
sem Lenin var við völd, gafst tækifæri til að kynna
sér sameignarstefnuna í framkvæmd og læra af reynsl-
unni. Aðstaða eftirmannsins var hægari aö þessu leyti
en fyrirrennarans, en hins vegar erfið hvað það
snerti, að setjast í sæti mikilhæfasta mannsins, sem
(34)