Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVMEBER 2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Fréttehf. Útgefandl: Gunnar Smári Egilsson Rltstjórar: lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar: ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýslng- ar auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifmg@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvlnnsla: (safoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins (stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um Impregílolr 1 Hvers konar fyrirtæki er Impregilo? 2 Hvar eru höfuðstöðvar þess? 3 Hvar hafa þeir reist stíflur í Suður-Ameríku? 4 En Afríku? 5 Hvaða fræga samsteypa á hlut í Impregilo? Svör neðst á síðunni Stríðið Uppreisn hinna ótömdu 1795 Á 18. öld bjuggu frjálsir blökku- menn og aörir, sem höfðu strokið úr þrældómi, í skógum og fjalllendi á eynni Jamaika. Ensku nýlenduherrarnir köll- uðu þá maroons, slettu úr frönskunni marron og spænsk- unni cimarrón, yfir þá sem þykja helst til ótamdir. Hinir ótömdu áttu til að herja með skærum á nýlenduherrana en létu afþví eftir friðar- samkomulag sem undirritað var árið 1739. En árið 1795 handsömuðu breskyfírvöld tvo ótamda og húðstrýktu óskap- lega en þeir voru grunaðir um að hafa stolið svíni. Aðrir ótamdir gerðu þá uppreisn og urðu blóðsúthellingar á eynni töluverðar. Þá sóttu Bretar sér blóðhunda og beittu á þá ótömdu. Þeir sem neituðu að láta að semja frið voru umsvifalaust sendir úr iandi; þeir lentu allar götur norður I Halifax á Nova Scotia í Kanada. Fimm árum síðar var annar skipsfarmur ótamdra sendur til Sierra Leone I Afrlku vestanveðri en þeir fáu sem eftir voru á Jamaika voru ekki lengur ógn við breska heimsveldið. Kreatíf skepna Kreatífur maöur er hug- myndarlkur, frumlegur og sköpunarglaður. Hug- myndaauðgin og sköpun- argleðin eru oft nefnd kreatífltet og er þá slett úr ensku, creativity. I íslensku er til sögnin að skapa, allt sem skapað er, lifandi hlutir og dauðir, eru þá skepnur en nú er orðið einkum notað sem last- yrði yfir illa inn- rætta, siölausa eða jafnvel dýrslega mann- eskju. En skepnudagar eru dagarnir þegar guö skap- aöi heiminn.Áensku merkir create að skapa og creat- ure er skepna. Undir þessu öllu lúrir latneska sögnin creare, að skapa sem í lýs- ingarhætti þátlðar er hvorki meira né minna en creatus. Málið 1. Verktakafyrirtæki. 2. Mílanó. 3. Gana og Nígeríu. 4. Gvatemala og Hondúras. 5. Fíat. Gegnsætt fé og frítt Engan vanda leysir að fela ríkisendur- skoðanda að fylgjast með fjárreiðum stjórnmálaflokka. Ríkisendurskoðandi er ekki umboðsmaður kjósenda og nýtur ekki trausts þeirra. Kjósendur eru litlu nær, þótt embættismaður kerfisins stimpli á bókhald fiokka og segi ekkert vera athugavert við það. Munurinn á bananalýðveldinu Islandi og alvöruríkjum beggja vegna Atlantshafsins er ekki sá, að trúnaðarmaður kerfisins sjái þar gögn, en ekki hér. Munurinn er ekki sá, að þar séu greiðslur bannaðar, en ekki hér. Munurinn er ekki sá, að þar séu sett einhver mörk á fjárhæðir, en ekki hér. Gegnsæið er það, sem skiptir máli. Það, sem vantar hér á landi, er, að fólk fái sjálft að vita, hvernig pólitísk öfi eru fjármögnuð. Menn eru ekki að biðja um bönn við slíkum greiðslum eða takmarkanir á upphæðum, heldur að fá að vita um þessa hluti eins og þeir vita um annað í gangverkinu. Þekkingin veitir frelsið, ekki takmarkanir, bönn eða makk milli rfldsendurskoðanda og atvinnurekenda hans. Það nægir í flestum tilvikum, að greiðslukerfið sé gegnsætt. Þá er ekki aðeins talað um flutning fjármagns, heldur einnig flutning reikninga, þegar fyrir- tæki borga útgjöld fyrir stjómmálin. Við erum að tala um launagreiðslur starfs- manna og greiðslur fyrir húsnæði og þjón- ustu á borð við sfma. Við erum að tala um þá miklu samfléttingu efnahagslegra hagsmuna, sem eru undirstaða tilveru tveggja stjóm- málaflokka, Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokksins. Við viljum vita, hver á þessa flokka. Við erum orðin þreytt á yfirlýsingum erind- reka um, að þeirra fyrirtæki hafi gefið smá- flokkum smáupphæð, en stórum flokkum ekkert. Við vitum, að þetta er lygi. Við vitum nú þegar, að margar milljónir hafa mnnið frá oiíufélögunum til tveggja stjómmálaafla, sem stóðu fyrir fáokun á benzínverzlun. Annars staðar taka menn svona hluti alvar- lega. I Þýzkalandi féll trausti rúinn Helmut Kohl, því að hann brá huliðshjálmi yfir greiðslur til flokks síns. Þar í landi gilda lög um gegnsæi í fjárreiðum stjómmálaflokka. ísland er raunar eina rfldð, þar sem banana- flokkum hefúr tekizt að hindra gegnsæi. Tillaga viðskiptaráðherra um að fela rfldsendurskoðanda að skoða málið er marklaus með öllu. Hún felur í sér tilraun til að varpa huliðshjálmi yfir upplýsingar, sem fólkið í landinu á skilið að fá sjálft að vita um. Hún er enn ein sjónhverfingin, sem kjósendur þurfa að þola í þessu landi. Ekki er heldur verið að biðja um birtingu upphæða ofan við hálfa milljón. Það er verið að tala um, að allar fjárreiður stjómmálanna í fé og fríðu verði gerðar öllum heyrinkunnar. Jónas Kristjánsson Fyrir tilviljun birtust hér í opnunni í fyrradag myndir bæöi af Buck- ingham-höll og Landspítalanum. Og athygli okkar vaknaði á því hversu nauðallk húsin virtust vera I útliti. Raunar fáum við ekki betur en séð en arkitekt Landspítalans hljóti beinlfnis að hafa tekið mið af kóngshöllinni í London. Það var ekki minni maður en sjálfur Guðjón Samúelsson... Hðll og spítali Vafasamar skýringar á leyndarhjúp ÁSTÆÐA ER TIL AÐ VEKJA athygli á aldeilis prýðilegri Viðhorfs-grein í Mogganum í gær eftir Björgvin Guð- mundsson. Hann byrjar á umfjöllun um hversu viðkvæmt mál hafi verið útþensla utanríkisþjónustunnar í U'ð Halldórs Ásgrímssonar. Sendiráð og utanríkisráðuneytið muni kosta skattgreiðendur 2,5 milljarða á næsta ári eða að meðaltali 25 þúsund krón- ur á hvert heimili í lanchnu en á hinn bóginn hafi utanríkisráðuneytið hætt að sundurgreiða á fjárlögum kostn- aðinn við hvert eitt sendiráð og feng- ið fyrir ákúrur frá Ríkisendurskoðun sem hafi talið að það „dragi úr gegn- sæi upplýsinga og að lfldegt sé að ábyrgð forsöðumanna minnki". SfÐAN SEGIR BJÖRGVIN: „Skýring ut- anríkisráðuneytisins á þessu er sú að það lítur á rekstur sendiskrifstofanna sem eina heild. Þetta er vægast sagt vafasöm skýring. Það má líta á marg- ar rekstrareiningar ríkisins sem eina heild en samt er talin ástæða til að sundurliða rekstrarkostnað þeirra. Af hverju á ekki það sama að gilda um sendiskrífstohir íslands? Af hverju er valin sú leið sem dregur úr gegnsæi upplýsinga ...?Þessuþarfnúverandi utanríkisráðherra, Davíð Oddsson, að svara og helst breyta til betri vegar svo skattgreiðendur geti fylgst með f hvað peningar þeirra fara." ENNFREMUR SEGIR Björgvin „Þessu þarf núverandi utanríkisráð- herra, Davíð Oddsson, að svara og helst breyta til betri vegar svo skattgreiðendur geti fylgst með í hvað peningar þeirra fara/ Halldór Asgrímsson Sendiráðum fjolgað. Björgvin Guðmundsson Vill engin feimnismál. Fyrst og fremst sögu af nýjum þingmanni sem hafi verið að fara í sína fyrstu utan- landsferð á vegum Alþingis og pantað far á Saga Class Flugleiða. í biðsalnum hafi honum þótt „hálf- fyndið aðlíta íkringum sig... Þarna hefði verið slæðingur af fólki sem átti eitt Sendiráð íslands erlendis sameiginlegt; það vann hjá ríkinu." í FRAMHALDINU fjallar Björgvin um fréttir Morgunblaðsins fyrr á árinu þess efnis að enginn þingmaður hafi flogið með Iceland Express frá því félagið hóf starfsemi með sín lágu fargjöld. Og segir ffá verklagsreglum í sambandi við ferðir þingmanna og embættismanna og athugasemdir Fyrír tíð Halldórs 1918-1995 Bandaríkin Noregur Rússland Bretland Svfþjóð Belgfa (ESB og NAT0) Danmörk Þýskaland Sviss(ýmsaralþjóðastofnanir) Frakkland Ríkisendurskoðunar þar að lútandi. Gagnrýnir svo einkum og sér í lagi það sem hann kýs svo kurteislega að kalla „feimnismál" í þessum efnum en við mundum kannski freistast til að kalla „leyndarhjúp". Segir: „Fjölmiðlar eiga að fá aðgang að þessum gögnum til að veita stjóm- völdum aðhald. Þetta á ekki að vera feimnismál. “ í tíð Halldórs 1995-2004 Austurríki Kanada (bæði sendiráð og aðal- Finnland ræðismannsskrifstofa) Japan Kfna Mósambfk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.