Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Síða 3
DV Fyrst og fremst MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVMEBER 2004 3 Pitsur snæddar í hvíld írá eldhafinu Úti bíður eldhafið Marteinn og fé- lagar snæða pitsu I stuttri h vlld frá baráttunni við eldinn sem logar fyrir utan gluggann á kaffístofu Hringrásar. Marteinn er annar frá hægri. „Já, menn verða náttúrlega að næra sig í þessu eins og öðru,“ segir Marteinn Geirsson, slökkviliðsmaður í Reykjavík, um skyndimyndina sem að þessu sinni er tekin á vettvangi við athafnasvæði Hringrásar þar sem einn stærsti bruni í minnum Marteins varð í fyrrakvöld. Skyndimyndin Sjálfur er Marteinn eldri en tvævetra í slökkviliðsstörf- unum. Hefur slökkt elda í að verða þrjátíu ár. „Þetta er einn sá svæsnasti til þessa, held ég að ég geti fullyrt," segir Marteinn sem var heima í Breiðholtinu þegar DV náði af honum tali. Hann var á vakt alla nóttina sem eldurinn logaði en fór ásamt sinni vakt heim klukkan 8 um morguninn. „Þessi bruni núna var nú þannig að þarna var ekki fólk í bráðri hættu, enda ekki um íbúðarhús að ræða, þótt auðvitað hafi það vakið ugg hversu mikinn reyk lagði yfir nærliggjandi íbúðarhús, sem lögregla og björgunarsveitir gerðu vel í að rýma og gera ráðstafanir með," segir slökkviliðsmaðurinn. Starf Marteins, og annarra slökkviliðsmanna, felst enda ekki eingöngu í starfi slökkviliðsmannsins, að slökkva elda. „Okkar starf felst líka að miklu leyti í akstri sjúkrabflanna," segir Marteinn. „Auðvitað eigum við oft í samskiptum við fólk sem á erfitt, fólk sem búið er að missa ástvini, heimili eða per- sónulega muni sem aldrei verða bættir. Starfið er samt mjög gefandi og góðu stundirnar fleiri en þær slæmu, að minnsta kosti man maður betur eftir þeim,“ segir Marteinn sem margir þekkja eflaust betur í bláhvítum knattspyrnubúningi Framliðs- ins sem hann lék með á árum áður við góðan orðstír. Marteinn kveður. Bráðum byrjar næsta vakt og eldurinn við Klettagarða logar enn. Spurning dagsins Áttu þér eftirlætissjónvarpsþátt? Sirrý er falleg og fræðandi „Ég fíla Fólk með Sirrý. Það er skemmtilegur og fræðandi sjónvarpsþáttur. Mér finnst Sirrý líka falleg kona. Ætla pottþétt að horfa á þáttinn í kvöld. Þá verður fjallað um daður. Annars er CSI líka í miklu uppáhaldi hjá mér. Fólk er drepið í honum og svo eru hlutirnir rannsakaðir á ítarlegan hátt. Söku- dólgurinn finnst alltaf íiokin." Guðmundur Helgi „Ég hefmjög gaman afSpaug- stofunni. Þeir hitta venjulega beint í mark. Þeir gagnrýna venjuiega þau mál sem skipta máli. Ég fylgist líka alltafmeð fréttum og horfi á útsendingar frá þinginu." Guðrún ísleifsdóttir „Queer eye for the straight guy á Skjá einum finnst mér fyndnir og ógeðslegir. Maður fær að sjá homma í þessum þátt- um. Er ekkert sérstaklega mikið fyrirhomma en finnst þættirnirfínir." Jóhann Páll Jóhannsson „Ég hefmestan áhuga á saka- málaþáttum. Fylgist alltaf með CSI. Ég held ég horfi mest á Skjá einn. Horfi líka aðeins á Popp- tívi." Auður Ösp Magnúsdóttir „Ég horfi alltafá The Block á Stöð 2. Mér finnst gaman að horfa á fólk ríf- ast. Svo horfi ég oft á 70 mínútur á Popptíví og Fólk með Sirrý á Skjá einum. Sé hann því miður ekki í kvöld, er að flytja niðurí kjallara." Katrín Þórðardóttir Samkeppni sjónvarpsstöðvanna er gríðarleg um þessar mundir. Norðuljós dreifa stafrænum afruglara þar sem möguleiki er á að ná margfalt fleiri sjónvarpsstöðvum en áður. Skjár einn og Síminn eru að hefja dreifingu sjónvarpsstöðva sinna í gegnum ADSL- kerfi Símans. Skæðustu jarðskjálftarnir Tekinn hefur veríð saman listi yfir tíu mannskæðustu jarðskjálfta sögunnar og eins og hér má sjá er mannfalhð óskaplegt af völdum náttúruhamfaranna. Staður Stund Áætlaður fjöldi látinna 1. Mið-Austurlönd 20. maí 1202 1.100.000 2. Shensi, Kína 2.feb. 1556 820.000 3. Kalkútta, Indlandi ll.okt. 1737 300.000 4. Antíokkía, Sýrlandi 20. maí 526 250.000 5. Tang-Shan, Kína 28. júlí 1976 242.419 6. Nan-Shan, Kína 22. maí 1927 200.000 7. Yeddo, Japan 30. des. 1703 190.000 8. Kansu, Kína 16. des. 1920 180.000 9. Messína, Italíu 28. des. 1908 160.000 10. Tókýó/Yókóhama, Japan l.sept. 1923 142.807 Hamingju- samar fjölskyldur eru aliar eins, sér- hver óhamingju- söm fjölskylda er þaö á sirm hátt. -LevTolstoy 182B-1910. Það er staðreynd... ...að orðið pókemon varð tilúrpocket monster eða vasakrímsli. „Ein besta og nærgöngulasta bók sem skrifuð hefur verið um rokkstjörnu" — Los Angeles Times „Ævisagan sem óhrifamesti rokkari sinnar kynslóðar ótti alltaf skilið að fó" — Chicago Sun-Times „Ef til vill getur andi Cobains loksins hvílst í friði" — Miami Herald „Afbragð annarra og ó skilið verðugan sess í poppmenningarsöfnum" — Booklist E.IN ALBESTA ævisaga sem skrifuð HEFUR VERIÐ, SEGJA GAGNRÝNENDUR „Hrífandi en stundum skelfilegur lestur" segir Seattle Post-lntelligencer Aðrir taka í sama streng: „Stekkur beint í efsta sætiðu — Montreal Gazette „Stórkostleg gjöf handa þeim sem unna list Kurts Cobains" — Seattle Weekly --vmhi Auður Jónsdóttir rithöfundur sem nú sendir fró sér bók- IPv'r- 9 ina um Kjallarafólkið hefur ekki langt að sækja hæfíleik- JÍLj | ana til skrifta. Afi hennar er Halldór Laxness sem skrifaði I mestogbestá íslensku á siðustu öld. Móðir Auðar er 1 Sigriður, dóttir Halldórs, en faðirJón Gunnar Ottósson, Wi^^-^^K^försijóri Náttúrufræðistofnunar. Móöursystir Auðar er því 1 Guðný Halldórsdóttir kvikmyndagerðarkona sem gert hefur Stellumyndirnar að órjúfanlegum hluta islenskra L samtímamenningar. „Dýpsta bókin um myrkustu föllnu stjörnu poppsins" — Amazon.com „í lok bókarinnar gróf ég andlitið í höndum mér og grét" — Globe and Mail BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.