Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVMEBER 2004 Fréttir DV í mál vegna hrossakaupa Einn fremsti hestamað- ur íslands, Sigurbjörn Bárðarson, hefur höfðað mál á hendur þremur hestamönnum vegna hrossakaupa fyrir nokkrum árum. Forsaga málsins er sú að Sigurbjörn, sem hefur yfir fjölda hrossa að ráða, taldi sig hafa lánað manni tvo hesta. Sá maður seldi síðan hrossin til þriggja hestamanna fyrir nokkrum árum. Eftir sat Sigurbjörn með sárt ennið. Borgar Jens Jónsson, Eygló Breiðijörð Einarsdóttir og Hallgrímur Jóhannesson eru jafnvel í enn verri stöðu. Þau keyptu hrossin í góðri trú. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Bolvíkingar velja einsemd Bolvíkingar eru flestir andvígir sameiningu við önnur vestfirsk byggðar- lög. Fréttavefurinn vik- ari.is segir frá borgara- fundi sem haldinn var til að ræða sameiningu við önnur sveitarfélög. Nið- urstaða fundarins varð sú að flestir fundar- manna reyndust andvíg- ir sameiningaráformum. Fundurinn var haldinn í tilefni af þeirri tillögu sameininganefndar fé- lagsmálaráðherra að íbúum Bolungarvíkur, Súðavíkur og ísafjaröar- bæjar yrði gefinn kostur á að segja hug sinn til sameiningar sveitarfé- laganna í kosningu þann 23. aprfl á næsta ári. DeCODE og Roche áfram í einni sæng íslensk erfðagreining og lyfjarisinn Roche til- kynntu í gær að samn- ingur hefði náðst um áframhaldandi sam- starf við þróun lyfja sem komið geta í veg fyrir æðasjúkdóma og heila- blóðfall. Samstarfið nær til þriggja ára og munu fyrirtæk- in deila kostnaði við lyfjaþró- un og prófanir. Lyfjaþróunin mun fara fram undir merkj- um Roche en ávinningur deCODE felst í áfangagreiðsl- um og hlutdeild í sölutekjum af þeim lyfjum sem þróuð verða í samstarfinu. Greining Landsbankans segir frá. Séra Baldur Gautur Baldursson slapp við ákæru vegna þess að lög ná ekki yfir samfarir við 15 ára. Drengur á Akranesi sem presturinn lokkaði til sín hefur þurft mikla aðhlynningu. Móðir drengsins er ævareið og segir réttarkerfið einkennast af tviskinnungi. Móðirin segist vera furðulostin og reið eftir að saksóknari ákvað að láta mál á hendur séra Baldri niður falla vegna þess að drengurinn var orðinn 15 ára þegar meint tæling prestsins átti sér stað. Baldur, sem starfaði sem prestur og héraðslögreglumaður á Kirkjubæjarklaustri, nýtti sér netið til að komast í samband við drenginn og hefur játað við yfirheyrslur að hafa átt við hann munnmök. Það telst þó ekki saknæmt því lög heimila samfarir við 14 ára unglinga og eldri. Móðirin segist vera þrumulostin eftir að fallið var ffá ákæru. „Það er áfall að maðurinn skuli sleppa. Ég hef enn ekki kynnt mér málið í þaula en mun gera það og ákveða í samráði við lögfræðing minn hver viðbrögðin verða. Þessi afgreiðsla málsins er lýsandi fyrir þann tvískinn- ung sem er í réttarkerfinu þar sem böm em stundum böm en stundum ekki. Börn verða ekki lögráða fyrr en 18 ára en þetta er látið viðgangast gegn 15 ára bami,“ segir hún. Móðirin vill ekki láta nafns síns eða sonarins getið af ótta við að hann verði fýrir aðkasti. Hún segir að undanfamir mánuðir hafa verið erfiðir. Akranes Móðir drengsm sem presturinn lokkaði til samfara gætirþess vandlega að samfélagið frétti ekki hver hann er. Hún undrast það að fallið skuli frá ákæru og telur að tvlskinnungs gæti I lögum. Baldur Gautur Baldursson Prest urinn verður ekki sóttur til saka því leyfilegt er að hafa kynferðisleg samskipti við 14 ára og eldri. „Sonur minn átti mjög erfiða tíma fyrst eftir að málið kom upp og þetta hefur verið mér ofboðslega erfitt. Hann lokaði í fýrstu á þessa atburði. Við ákváðum strax að einungis örfá- ir mættu vita af því hvað hann hefði gengið í gegnum til þess að vemda hann gegn umhverfinu. Við búum í litlu samfélagi og ég vil ekki að sonur minn verði fyrir aðkasti," segir hún. Aðeins örfáir innan fjölskyldu drengsins hafa fengið að vita um þá nauð sem hann gekk í gegnum með prestinum. Móðir hans segir að öll áhersla hafi verið lögð á að bjarga sál- arheill hans og því hafi verið myndað- ur stuðningshópur sem komi reglu- lega saman. „Drengurinn minn er í vemdar- hjúp til þess að lágmarka skaðann. Hann veit ekki hvemig á að taka á tillfinningunum eftir þessa reynslu en mér finnst allt vera á réttri leið,“ segir hún. Séra Baldur hefur ekki viljað ræða þessi mál en hann var sviptur embætti sínu sem afleysingaprestur og einnig settur af sem héraðslögreglumaður á Suðurlandi eftir að málið kom upp. rt@dv.is Hopur foiks til hjalpar (órnorlooibi prestsins Drengur á Akranesi sem séra Baldur Gautur Baldursson átti í kynferðislegum samskiptum við hefur notið stöðugrar um- hyggju fjölskyldu og vandamanna frá því málið kom upp fyrir nokkrum mánuðum. Móðirin segir nauðsynlegt að vernda son sinn gegn umhverfinu og því vita einungis örfáir hver hann er. Samsæri um áramótaskaup Það fór ekki hátt. En valdhafamir hafa sýnt sitt rétta andlit og eins og svo oft áður beita þeir Rfldsútvarpinu fyrir sig. í gær las Svarthöfði það sér til mikillar furðu að rfldsvaldið hefði ráðið Spaugstofuna til að sjá um ára- mótaskaupið í ár. Undanfarin tvö ár hefúr skaupið verið í höndum hóps ffjálsra listamanna sem létu gamm- inn geisa og hh'fðu engum. Sérstak- lega ekki valdhöfunum. En nú á að verjast og forða ffekari árásum um áramót. Með því að ráða Spaugstofuna tíl starfans tryggir rfldsvaldið saklausa og bitlitia umíjöllun um ffamferði stjórnarherranna á árinu sem brátt er á enda. Spaugstofan hefur um ára- tugaskeið verið hluti af valdakerfinu í landinu og séð greiðendum afnota- gjalda Rfldsútvarpsins fyrir græsku- lausu gríni á laugardagskvöldum. Að auki hafa allir Spaugstofumennimir verið á opinberu framfæri með samn- ingum við Þjóðleikhúsið eða aðrar opinberar stofhanir og í raun þegið allt lífsviðurværi sitt úr sameiginleg- um sjóðum landsmanna. Það sama verður ekki sagt um aðra hópa lista- manna og grínista sem barist hafa fyrir sínu skopi á ffjálsum markaði. Nægir þar að nefna Tvíhöfða, strák- ana í 70 mínútum og sæg af ung- mennum sem iða í skinninu eftir að fá að spreyta sig á kostulegum hliðum lífsins í landinu með sínum hætti. Samráð og samsæri ríkisvaldsins og Spaugstofunnar um bitlaust ára- mótaskaup sést þó best í því klók- indabragði og augljósa trikki að fá Sveppa og Jón Gnarr til liðs við sig í nokkrum atriðum. Með því á að fela samsærið og veijast fram í rauðan dauðann gegn yfirvofandi gagnrýni sem hlýtur að hljóma um land allt og bergmála landshluta á milli seint á gamlárskvöld þegar áhorfendum verður ljóst að enn einu sinni hafi þeir verið hafðir að fíflum. Og borgað fyrir það sjálfir. Svaithöíöi Hvernig hefur þú það? „Ég hefþaö bara fínt. Þaö er ekki undan neinu að kvarta í augnablikinu og svo eru jú að koma jól bráðum." Arnbjörg Valsdóttir leikkona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.