Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Page 19
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 2004 19 Phil Neville fyrir Thomas Gravesen? fslenska landsliðið í handknattleik vaknaði til lífsins á nýjan leik á Heimsbikar- keppninni í Svíþjóð í síðustu viku. Þjálfaraskiptin skiluðu sínu og sönnuðu að það var svo sannarlega ástæða til þess að skipta um mann í brúnni. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er sagöur vera mjög speimtur fyrir danska miöju- manninum Thomas Gravesen sein hefur fariö á kostum með Everton í vetur. Gravesen veröur án samnings í sumar og hefirr nú þegar hafnað nýju sanmings- tilboði frá Everton. Ferguson er talinn vilja fá Gravesen strax í janúar og er tilbúimi aö senda Phil Neville yfrr til Goodison Park í staðinn. Neville er nýbúinn að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við United en hefúr aðeins byrjað inná í ijónun leikjum hjá Un- ited í vetur eiga sér- staklega bjarta framtíð á Old Trafford. Engan rasisma, takk fyrir Dómariim sem dæmir leik Arsenal og PSV Eindhoven i Meistaradeildinni í kvðld er tilbúinn að stöðva ieikinn og ganga af velli ef áhorfendur veröa meö kynþáttahatur í garö leik- manna á velllnum. „Kynþátta- hatur á aldrei aö líöast í knatt- spymu og því kemur vel til greina að flauta leiki af ef ástandið er slæmt," sagöi Herbert Fandei dómari. „Eg hef lesið hvað geröist á Spáiú og hvað Sepp Blatter sagði í kjölfarið. Þaö verða ailir að standa saman til þess að stöðva þeiman ófögnuð." Starfsmenn KSÍ gera víðreist Starlsmenn Knattspyrnu- sambands íslands saiiia vildar- punktum grimmt þessa dagana en liæöi formaðurinn og fram- kvæmdastjórinn verða á veilinum £ Meistaradeildinni í kvöld. Eggert Magnússon, fonnaður KSÍ, er sér- stakur sendifúlltrúi UEFA (hvað svo sem það þýðir) á Ieik AC Milan og Shaktar Donest í Mílanó í kvöld en framkvæmdastjóríim, Geir Þorsteinsson, et eftirlits- maöur á leik Rosenborg og Pana- thinaikos en sá leikur fer fram í Þrándlieimi, Þar að auki var Siguröur Hannesson dómara- eftirlitsmaöur á leik Manchester United og Lyon í Meistaradeild- inni í gær en það var enginn smá- leikur enda var Sir Mtk Alex Ferguson að Wm stýra Uiúted í J 1000. skipti. MÉ* ■ Handboltalandslið fslands, sem komið var að fótum fram undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, hefur öðlast nýtt líf undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Um það efast enginn sem fylgdist með liðinu í Heimsbikarkeppninni í Svíþjóð. Árangur liðsins á mðtinu er í raun með ólíkindum góður því í liðinu voru átta nýir menn og undirbúningur fyrir mótið var svo gott sem i enginn. Miðað við þann mannskap sem Viggó ætlar að byggja lið sitt á er ekki hægt að segja annað en að framtíð handboltalandsliðsins sé björt því burðarásar liðsins eru flestir mjög ungir og eiga sín bestu ár í boltanum eftir. Henry Birgir Gunnarsson henry@dv.is ÍÞRÓTTALJÓS Einbeittur Viggó Sigurðsson fylgisthér einbeittur með strákunum sínum í Svíþjóð i vikunni. Viggó sagði kokhraustur að hann ætiaði sér að ná árangri á World Cup þrátt fyrir að vera með nýtt lið sem hann gæti lítið sem ekkert undirbúiö. Hann stóö við stóru orðin. Hann hefur nú þegar sett stefnuna á að vera meðal sex bestu liða á HM íTúnis sem fram fer íjanúar. Þegar Viggó tók við liðinu boðaði hann róttækar breytingar og hann stóð við stóru orðin. Tók inn fjölmarga nýja menn, kastaði 6/0 vörninni út um gluggann og lagði greinilega mikla áherslu á að menn næðu upp þeim léttleika og bar- áttuanda sem oftar en ekki hefúr einkennt leik íslenska liðsins. Var ekki hægt að sjá annað á leikmönn- um liðsins en að skilaboðin hefðu náð í gegn. Breytinga var þörf Breytinga var vissulega þörf og undirritaður hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni. Skúta Guðmundar Guðmundssonar strandaði á eftir- minnilegan hátt í Aþenu og eftir það mót lá Ijóst fyrir að stokka varð spil- in á ný. Liðið var orðið bensínlaust, andlaust og hafði ekki lengur trú á því sem það var að gera. Það sem meira var, liðið hafði ekki lengur trú á þjálfaranum og aðferðum hans. Við slíkt ástand var ekki hægt að una og það er lygilegt að stjórn HSÍ hafi í alvöru boðið Guðmundi að halda áfram með liðið. Það verður ekki tekið af Guð- mundi að hann er snjall og duglegur þjálfari og fáir leggja eins mikinn metnað í starf sitt og hann. Það sem hann hafði fram að færa gekk aftur á móti ekki lengur og blessunarlega fyrir landsliðið sá hann að sér á endanum. Innkoma Vig- gós Sigurðssonar er sem ferskur vindur í segl landsliðsins. Það er skoð un undir- ritaðs að til þess að rífa upp landsliðið á ný hafi þurft ferskan mann með allt aðrar hugmyndir en fyrirrennari hans hafði og væri þar að auki ólíkur karakter. Viggó Sigurðsson á engan sinn líkan og því vart hægt að fá betri mann í starfið. Gáfu Gumma langt nef Eitt af því fyrsta sem Viggó gerði var að kynna nýja framliggjandi vörn - 3/3 - og var svo sannarlega kominn tími til. 6/0 vörnin er góð og gild þegar það á við en í alþjóða handbolta verða menn að geta beitt fleiri varnarafbrigðum. Þrátt fyrir lít- inn undirbúning gekk þessi nýi varnarleikur merkilega vel og með meiri æfingu á hann eftir að styrkj- ast og vera landsliðinu sterkt vopn. Leikmenn kunna 6/0 vörnina í þaula fyrir og til hennar verður einnig hægt að grípa. Fleiri vopn í búrinu gera lítið annað en að auka líkur á velgengni. Guðmundur lá oft undir ámæli fyrir að gefa leikmönnum á borð við Einar Hólmgeirsson, Loga Geirsson, Arnór Atlason, Markús Mána og fleiri ekki almennileg tækifæri. Ástæðuna sagði Guðmundur vera þá að þeir væru ekki tilbúnir í al- þjóðaboita. Alla þessa menn valdi Viggó strax í sinn fyrsta hóp og má með sanni segja að þeir hafl gefið Guðmundi langt nef með frammi- stöðu sinni í Sví- þjóð. Hversu sterkir væru þeir hefðu þeir fengið fleiri tækifæri fyrr? Hvað með Garcia? Ekki er hægt að sjá annað en að Markús Máni sé klár í slaginn og þar sem Logi Geirsson er það einnig er ljóst að Viggó hefur þann möguleika að spila Guðjóni Vali einnig fyrir utan og þá spyr maður sig að því hvað verði um hinn mistæka Jalie- sky Garcia? Sá þarf að spila vel næstu vikur svo hægt verði að rétt- læta val hans í landsliðið á ný. Einar Hólmgeirsson átti einnig frábæra innkomu í Svíþjóð en hann kemur með nýja ógn í sóknarleik ís- lenska liðsins. Það var áberandi, og ánægjulegt, hvað við fengum mikið af mörkum af 9 metrum í þessu móti og mér er til efs að nýtingin í lang- skotum hafi verið svo góð leúgi. Betur má ef duga skal Mikið hefur verið rætt um góða innkomu Dags Sigurðssonar í þetta mót. Vissulega spilaði Dagur ágæt- lega en það er heila málið. Hann spilaði ágætlega en ekkert meira en það. Við eigum að gera meiri kröfur til leikmanns með þá hæfileika og reynslu sem Dagur býr yfir. Ástæðan fyrir því að honum er hampað eins Guðmundur lá oft undir ámæli fyrir að gefa leikmönnum á borð við Einar Hólmgeirsson, Loga Geirsson, Arnór Atlason, Markús Mána og fleiri ekki al- mennileg tækifæri. Ástæðuna sagði Guðmundur vera þá að þeir væru ■ ■ smni i Svíþióð. ekki tilbúnir í alþjóðabolta. Alla þessa menn valdi Viggó strax í sinn fyrsta hóp og má með sanni segja að þeir hafi gef- ið Guðmundi langt nef með frammistöðu mikið og raun ber vitni er sú að hann var búinn að setja „standar- dinn" hjá sjálfum sér svo lágt að hann þurfti lítið til að bæta sig. Menn mega ekki blindast yfir frammistöðu Dags á þessu móti því hann getur betur og við eigum að gera þá kröfu til hans. Hann er þó á réttri leið og því ber að fagna því við þurfum á reynslumiklum mönnum og sterkum karakterum að halda í liðið. Stórbrotin frammistaða Róberts Gunnarssonar var það sem gladdi mest á mótinu en hann stimplaði sig inn á þessu móti sem einn af bestu línumönnum heims. Svo sannarlega leikmaður í heimsklassa þar á ferð- inni. Markvarsla Rolands og Hreið- ars var einnig mikið gleðiefni en Birkir ívar olli vonbrigðum. Hann þurfti sárlega á betri frammistöðu að halda eftir að hafa verið frekar yfirlýsingaglaður þegar Guðmundur valdi hann ekki í liðið. Hægra hornið er mikið áhyggju- efni en þar eigum við ekki topp- mann eins og staðan er í dag. Stóra spurningin er hvort Alexander Pett- ersons geti leyst þá vandræðastöðu í Túnis. Hann gat aldrei gefið boltann í hornið er hann spilaði á íslandi en hann kann að skjóta og býr þar að auki yfir miklum stökkkrafti. Hvað gerist með Ólaf í liðinu? Það sem gerir þennan árangur í Svíþjóð enn áhugaverðari er að hann náðist án Ólafs Stefánssonar sem bar liðið á herðum sér í Aþenu. Rökrétt er að ætla að með hann inn- anborðs verði liðið helmingi sterk- ara en á móti kemur að sú hætta verður alltaf fyrir hendi þegar hann spilar að leikmenn bíði eftir því að hann taki málin í sínar hendur í stað þess að gera hlutina sjálfir. Þeir sýndu að þeir geta spilað vel án hans og verður áhugavert að sjá hvernig þeir haga sér þegar Ólafur mætirá svæðið. Verðugt vandamál sem Viggó verður að leysa. Þetta mót var gott að mörgu leyti og ekki síst fyrir þá staðreynd að það var gaman að horfa á liðið á nýjan leik. Strákamir okkar em komnir aftur. * i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.