Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1946, Page 68

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1946, Page 68
í maímánuði varð Sigurður Þórarinsson náttúru- fræðingur doktor við Stokkhólmsháskóla fyrir rit- gerð um Þjórsárdal og eyðingu hans. í september varð Magnús Sigurðsson frá Veðramót'. doktor i hag- fræði við háskólann í Leipzig. í júlí lauk Jakob Sig- urðsson frá Veðramóti doktorsprófi í matvælaiðn- fræði við háskólann i Boston. 8. sept. varð Friðgeir Ólason læknir doktor við Harvardháskóla fyrir rit- gerð um áhrif vítamína á vöxt krabbameins. Samgöngur. Siglingar voru eingöngu til Bretlands og Bandaríkjanna. Strandferðir voru með Iíkum hætti og áður. Hafinn var undirbúningur að auknurn flug- samgöngum, bæði til útlanda og innanlands. Skipatjón. Alls drukknuðu 83 íslendingar á árinu (árið áður 74). 17 íslenzk skip fórust á. árinu. Mestu sjóslysin voru, er togarinn „Max Pemberton“ fórst í janúar með 29 manns og e.s. „Goðafoss“ i nóvember með 24 manns. M. s. „Laxfoss“ strandaði í janúar við Örfirisey og stórskemmdist, en inannbjörg varð. Nokkur erlend skip fórust við ísland. Stjórnarfar. Langmerkasti atburður ársins var end- urreisn lýðveldis á íslandi. Lýðveldisstjórnarskráin var afgreidd frá Alþingi í marz. Var þar ákveðið, að forseti Islands skyldi kosinn af þjóðinni til fjögurra ára í senn, en í fyrsta sinn þó af Alþingi til eins árs. í maí fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um sambands- slitin við Danmörku og lýðveldisstjórnarskrána. 98.61% kjósenda neyttu atkvæðisréttar sins í þess- um kosningum. 71 122 kjósendur greiddu atkvæði með sambandsslitum, en 377 gegn þeini. Með lýð- veldisstjórnarskránni greiddu atkvæði 69 435, en 1051 gegn henni. Lýðveldið var svo stofnað á Þing- völlum 17. júni. Voru mikil hátíðahöld þar og viðar á landinu. Alþingi kaus á Þingvöllum Svein Björns- son forseta til eins árs. Stjórn Björns Þórðarsonar baðst lausnar í septem- (66)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.