Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Page 25
Um almanakið. Við, sem reiknum almanakið, höfum opinberlega orðið
fyrir aðfinnslum um gerð þess, sem reyndar er alveg samkvæm samþYkkt*
9erðri af umboðsmönnum háskólaráðs, þegar við tókum við útgáfu þess. Út
þessu viljum við þó taka þetta fram: Almanakið á öllu öðru fremur að vera
leiðbeining um tímatal Nú er það mörgum kunnugt, að tímatal á landi hér
hefir verið nokkuð öðruvísi áður en það er nú. Nú er algengast að nefna
nianaðardag og ár og ef til vill vikudag um leið. Það er t. d. sagt: Guðmundur
Var fæddur 2. júlí 1847, eða kannske: Guðmundur var fæddur föstudaginn 2.
lúlí 1847. En í ungdæmi okkar, sem nú erum orðnir gamlir menn, hefði líklega
verið sagt: Guðmundur var fæddur 1847, á föstudaginn í 11. viku sumars, eða
kannske: Guðmundur var fæddur á Þingmaríumessu 1847, og allt þýðir þetta
t>að sama. Því er nú mjög haldið að okkur íslendingum að lesa forntit okkar
sem rækilegast og er það af mörgum talin hin mesta mannprýði að vera vel
að sér í þeim. En til þess heyrir meðal annars að skilja tímatal þeirra, en í
þeim eru mánaðardagar varla nefndir á nafn, heldur er allt þeirra tímatal
miðað við gamlar »messur« og aðra tyllidaga, sem flestir eru kenndir við
dýrðlinga katólsku kirkjunnar, þeir heita Leo og Tiburtius og mörgum fleiri
nöfnum, oftast latneskum, fáir heita íslenzkum nöfnum, en þó eru þeir til (Þor-
láksmessa t. d.). Dagarnir heita beinlínis þessum nöfnum, 11. apríl heitir
Leonisdagur, gömul rímvísa hljóðar svo: »Sumarkomu sýni ég lag — svo þér
bregðist eigi — finndu annan fimmtudag — frá Leonisdegi*. 14. apríl heitir
Tíbúrtíusmessa, en 11. ágúst aðeins »Tiburtius«. í Sturlungu (útg. Sig. Krist.,
þriðja bindi, bls. 296) stendur: »Nú ríðr Gizurr með þessum flokki norðr
Oxnadalsheiði laugarnótt fyrir Pálsmessu, en hon var dróttinsdag eptir«. Þetta
er talið vera 1254, og víst er um það, að það ár bar Pálsmessu upp á sunnu-
dag, en til hvers er þetta, ef lesandinn veit ekki hve nær Pálsmessa er? í ný-
útkomnum Höskuldsstaðaannál um árið 1761 stendur »vorið og tíðum fjúka-
samt og kalt til Medardus«. Þessar dagsetningar eru úr fornbréfasafninu: »Þus-
und fiogur hundrud sextiger ok siau ar. faustudagin næsta fyrer mariu messo
sidari um sumarit*. D. I. V. bls. 488. — »M° d° XXX0 IX° favstvdaginn næsta
epter avgvttvmesso vm vetvrinn«. D. I. X bls. 407.
Okkur hefir einnig verið borið á brýn ósamræmi í rithætti. Þetta getur
naumast verið rétt. Við höfum gert okkur mjög far um að vanda stafsetningu
og prófarkalestur. Við fylgjum fastri reglu um stafsetninguna. Hún er svona:
Nöfn eins og Leo eða Tiburtius skrifum við með latneskri stafsetningu og ef
til vill beygingu líka, en ef *messa« stendur aftan við nafnið, teljum við það
íslenzkt og skrifum þá t. d.: »Tíbúrtíusmessa«. Eins er um latnesk nöfn, sem
algeng eru hér (Markús, Júlíus), við skrifum þau upp á íslenzku. Við höfum
sem sagt oftar en einu sinni orðið fyrir opinberum aðfinningum um almanakið,
en við höfum ekki tekið þær nærri okkur, höfum talið þær fremur vera gerðar
af yfirlæti, heldur en af íhugun eða þekkingu. Ó. D. og Þ. Þ.
(23)