Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Page 57
leikasýninga um Norðurlönd og England. Stjórnandi
flokksins var Vignir Andrésson. Þrír danskir sund-
menn komu hingað til keppni. Kepptu þeir í 5 ein-
staklings sundum og 1 boðsundi. íslendingar unnu 4
einstaklings sund, en Danirnir 1 og boðsundið. Helztu
sundmenn okkar voru: Ari Guðmundsson, (Ægi, Rvík),
Sigurður Jónsson (H. S.-Þingeyinga), Sigurður Jónsson
K. R., Rvik). Danirnir voru John Christen'sen, Kaj
Petersen og Morgens Eodal.
Landskeppni i knattspyrnu milli Dana og Islendinga
var háð í Rvík. Landslið Dana keppti þrisvar. Þeir
unnu fyrsta leikinn við landslið íslendinga með 3:0.
Annar leikur Dana var við Islandsmeistara í knatt-
spyrnu, knattspyrnufél. Fram í Rvík, og unnu Danir
með 5:0. Þriðji leikur Dana var á móti úrvalsliði frá
knattspyrnufél. i Rvík og unnu íslendingar þann leik
með 4:1.
Fimm úrvals íþróttamenn frá Svíþjóð komu til
Rvíkur til keppni í frjálsum íþróttum. lvepptu þeir í
8 einstaklingsgreinum og 1 boðhlaupi. Unnu þeir í 4
einstaklingsgreinum, en íslendingar unnu hinar 4 og
boðlilaupskeppnina.
Evrópumeistaramót í frjálsum iþróttum var háð i
Osló og fóru 10 íslendingar til keppni á það mót.
Kepptu þeir í 11 einstaklingsgreinum. Unnu íslendingar
Evrópumeistaratitil i einni grein. Var það Gunnar
Huseby (K. R. í Rvík) sem vann titilinn fyrir að kasta
lengst kúlu, 15.50 m. íslendingar áttu 6. bezta mann i
100 m. lilaupi. Var það Finnbjörn Þorvaldsson (I. R. í
Rvík). Hljóp hann í úrslitahlaupi á 10.9 sek. Tuttugu
þjóðir tóku þátt í mótinu. Hlaut ísland 8 stig og varð
13. þjóðin i röðinni og átti 12. bezta afrelc mótsins
(kúluvarp G. H.). Auk þess kepptu íslenzku þátttak-
endurnir i þrem borgum í Svíþjóð.
Jónas llalldórsson var á árinu þátttakandi i sund-
móturn milli háskóla i Bandarikjunum og tók þátt í
(55)