Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2004, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 Fréttir DV Ekki áhugi á sameiningu Hreppsnefhdarmenn í Mýrdalshreppi hafa sett á hilluna áformu um samein- ingu sveitar- félaga í Vestur- Skaftafellssýslu eins og samn- inganefnd Árna Magnússonar fé- lagsmálaráð- herra hafði lagt til. Á borg- arafundi sem haldin var í Vík kom í ljós að hverfandi áhugi var fýrir hugmynd- inni. Fleiri fundarmenn vildu heldur sameinast sveitarfélögum til vesturs frá Mýrdalshreppi. Elding sló út rafmagnið Rahnagnslaust varð í Grindavík í gærmorgun. Talið er að tveimur eldingum hafi lostið niður í tengivirki Hitaveitu Suðumesja í ná- grenni Grindavíkur. Víkur- fréttir höfðu eftir Trausta Ólafssyni, starfsmanni Hita- veitu Suðumesja sem kann- aði skemmdir, að ekki yrði hleypt á rafmagni fyrr en þeirri könnun yrði lokið. Raf- magn komst svo aftur á í Grindavík um 40 mínútum síðar. Svefnleysi fitandi Samkvæmt nýrri rann- sókn eru skýr tengsl á milii hættu á offitu og svefnleysi. Vísindamenn við Háskól- ann í Chicago hafa sýnt fram á að matarlystin eykst eftir því sem líkaminn fær minni svefn. Eldri rannsóknir höfðu einnig sýnt fram á þessar niðurstöður en þessi rannsókn sýnir fram á það svo ekki verður um villst að svefninn stýri framleiðslu á hormóninu leptíni í líkam- anurn, sem segir honum hvenær hann þurfi meiri mat. Auk þess eykst fram- leiðsla á ghrelíni, sem kallar frarn svengdartilfinningu. leikhússtjóri á Akureyri Landsíminn „Þaö er allt mjög gott að frétta hér,"segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar, sem vinnur nú að uppsetn- ingu Olivers Twist sem frumsýnt verður á milli jóla og nýárs. „Þetta er ein stærsta sýn- ing Leikfélags Akureyrarfrá upphafi. Það eru 60 manns sem koma aö sýningunni, sem stefnir í að verða heil- mikið sjónarspiL Veðrið er náttúrlega alltafbest hérna á Akureyri. Verður vonandi hægt að komast á skíði bráðlega. Þá geta Sunn- lendingar komið hingað I skíða- og leikhúsferð. Ég kann mjög vel við mig í fjör- inu fyrir noröan." Óvenju hátt hlutfall leigubílstjóra sem þurft hafa að fara í hjartaþræðingu eða jafn- vel hjartauppskurð hefur orðið til þess að stjórn Hreyfils hefur gert samning við Hreyfingu til að grenna bílstjórana og hreyfa. Margir bílstjóranna eru orðnir svo feitir að þess eru farin að sjást merki á bílunum sem þeir aka á - þeir stækka líka. Stjórn Hreyfils í stríð við oílitu bílstjóranna Stjórn Hreyfils hefur gert samning við líkamsræktarstöðina Hreyfingu um sérstök afsláttarkjör fyrir bflstjóra sína. Almenn offita og hreyfingarleysi veldur því að bflstjórarnir hrynja niður í hjartaáföllum og ekki síður hitt að margir bflstjóranna geta ekki sinnt starfí sínu nema í stórum bflum. Hefur þetta allt kostnað í för með sér. „Okkur ofbýður sá fjöldi bílstjóra hjá okkur sem hefur þurft að fara í hjartaþræðingu eða jafnvel hjarta- uppskurð. Þetta eru oft menn á besta aldri,“ segir Sæmundur Sigur- laugsson, framkvæmdastjóri Hreyf- ils. „Leigubílstjórastarfið er áhættu- starf og þá ekki aðeins með tilliti til hjartasjúkdóma. Þetta er einnig streitustarf eins og allir vita sem eru akandi í umferðinni. Bflstjórarnir þurfa að vera vel vakandi að nóttu sem degi undir því álagi sem um- ferðin skapar,“ segir hann. Alls eru bflar hjá Hreyfli nú 340 talsins og bflstjórar eitthvað fleiri. Ekki segir Sæmundur að reynsla sé komin á hvernig bflstjórarnir taka tilboðinu sem þeim er boðið upp á hjá Hreyfingu: Skrapað í lið Hér áður fyrr vorum við með íþróttafélag Hreyfis sem keppti víða á mótum og gerði það gott. Nú er minna um þetta og rétt svo að hægt sé að skrapa saman í tvö lið í innan- hússfótbolta," segir Sæmundur, sem sjálfur er í viðunandi holdum og hef- ur ekki sömu áhyggjur af sjálfum sér og mörgum bflstjóra sinna. „Þetta er áhættusamt starf og alls ekki fyrir hvem sem er," segir hann. Dagný Hulda, sölustjóri hjá Hreyf- ingu, vill ekki tjá sig um hvernig leigu- bflstjóramir hjá Hreyfli mæta í lík- amsræktina hjá henni. Segist bundin trúnaði við viðskiptavini sína. Sam- kvæmt öðrum heimildum DV munu leigubflstjóramir ekki standa í biðröð fyrir utan til að komast að. Engin sérkjör „Þeim bflstjórum sem stunda lík- amsrækt hlýtur að þykja þetta ósköp þægilegt," segir Jóhann Pétur Mar- geirsson leigubflstjóri, sem DV ræddi við um málið. Jóhann var á sínum tíma rekinn úr Kariakór Reykjavikur vegna holdafars síns. Hann segist ekki keyra fyrir neinn nema sjálfan sig og bjóðast því engin sérkjör hjá líkamsrækt- arstöðvum líkt og bflstjór- um Hreyfils. ,Ætli ég fengi samt ekki sérkjör ef ég fær ffam á það," segir Jóhann, sem býst þó ekki við því að skella sér í rækt- ina í bráð. Enda „rólyndismað- ur“ eins og hann orðar það. Offitan mengar Sem fyrr greinir hefur offita leigubflstjór- anna orðið til þess að bflaflotinn hefur stækkað og er þá ekki miðað við fjölda bfla heldur þyngd þeirra og um mál. Valda þeir fyrir bragðið meiri mengun, sem til lengri tíma verður ekki við unað. Þetta vita stjórnarmenn í Hreyfli og því þótti þeim ekki annað fært en að ná samningum við Hreyfingu. Sæ- mundur Sigurlaugs son segist ekki vita hver með- alþyngd leigubflstjóra hjá Hreyfli sé en ekki frá- leitt að ætla að hún sé vel yfir llOkiló. Sæmundur Sigurlaugsson segist ekki vita hver meðalþyngd leigubíl- stjóra hjá Hreyfli sé en ekki fráleitt að ætla að hún sé vel yfir 110 kíló. Jóhann Pétur Margeirs- son leigubílstjóri Meðal- þyngdþeirra fer stigvaxandi oa bllarnir stækka með. Sýknaður af líkamsárás á Karlakvöldi Gamla fólkið í Mosfellsbæ Bjórflaska óvart í höf- uð fórnarlambs Rúmlega tvítugur Garðbæingur var í gær sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af ákæru um alvarlega líkamsárás gegn öðrum karlmanni á Karlakvöldi íþróttafélagsins Stjörn- unnar 28. febrúar síðastliðinn. Var hinum ákærða gefið að sök að hafa slegið mann með bjórflösku í andlitið á skemmtuninni, sem hald- in var í Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Fyrir dómi bar hinn meinti árás- armaður að hafa lent í útistöðum við annan mann í borðhaldinu. Sá hafi ráðist á sig fyrir utan salerni og í kjölfarið hafi hann sjálfur snúið sér hratt við. Þá hafi bjórflaska sem hann hélt á slegist í andlit hins mannsins svo skurður hlaust af og sauma þurfti fjögur spor í enni hans. Sá særði hélt því aftur á móti fram að hinn ákærði hefði fyrirvaralaust ráðist að sér með flöskuna og barið með fyrrgreindum afleiðingum. Þrjú ' vitni staðfestu þó frásögn hins meinta árásarmanns og það réði úrslitum máls- ins fyrir dómi. helgi@dv.is Beint í hausinn Samkvæmt dómsorði mun fórnarlambið hafa slegið meintan árás- armann hnefahöggi áður en sá sveiflaði bjórflösku I ennihins. Síðdegiskaffið hækkar um5krónur Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ stefna að því að hækka verð á fæði í dagvistun aldraðra um nokkrar krónur. Tekur gamla fólkið þeim fregnum með stillingu: „Hér eru allir feitir og pattara- legir," segir Valgerður Magnúsdótt- ir, forstöðukona í íbúðum aldraðra. „Sá elsti hér verður hundrað ára í febrúar en það er Sigsteinn á Blika- stöðum," segir hún. Samkvæmt tillögum sem fram hafa komið í bæjarstjórn Mosfells- bæjar hækkar morgunmatur aldr- aðra úr 150 krónum í 155 krónur og það sama gildir um síðdegiskaffi. Hádegisverður sem kostað hefur 445 krónur hækkar í 460 krónur en kvöldverður, sem hingað til hefur verið seldur á sama verði og Öldruð kona Á bekk við sjóinn. morgunverður, hækkar í 200 krónur. „Þetta eru bara tillögur. Ég á eftir að sjá þetta gerast," segir Valgerður Magnúsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.