Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2004, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2004, Blaðsíða 21
DV Sport FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 21 Tóti eins og Eiður Þórarinn og Hörður hafa æft við toppaðstæður síðustu daga í Kóreu og voru settir á tveir æfingaleikir fyrir þá félaga og einn Brasilíumann sem einnig er til reynslu hjá félaginu. Hefur strákunum gengið vel í þessum leikjum sem og á æfingunum og þjálfari liðsins, Bretinn Ian Porterfield, var sérstaklega ánægður með Þórarinn sem hann líkir við Eið Smára Guðjohnsen. Þórarinn Kristjánsson Fyrrum þjálfari Chelsea líkir honum við Eið Smára Guðjohnsen. Keflvíkingarnir Þórarinn Kristjánsson og Hörður Sveinsson koma heim frá Suður-Kóreu í dag. Breski þjálfarinn lan Porterfield var mjög ánægður með Þór- arin og likir honum við Eið Smára. „Ég heyrði í Porterfield í nótt að okkar tíma og hann var ánægður með strákana," sagði Gunnlaugur Tómasson, umboðsmaður strák- anna, við DV Sport í gær. „Honum fannst Tóti vera mjög líkur Eiði Smára og sagði að hann hefði svipaðan hugsunarhátt á vellinum og Eiður. Hann bar honum vel söguna og sagðist ekki hafa átt von á því að Tóti læsi leikinn eins vel og hann gerir. Það er mjög jákvætt fyrir Tóta. Höddi hefur líka staðið sig vel en hann sagði að hann ætti svona 6-12 mánuði í að ná fullum líkamlegum þroska. Þegar hann væri kominn væri Höddi til í allt en hann hentar honum ekki eins og staðan er núna.“ Gunnlaugur sagði einnig að Porterfield hefði gert sér grein fyrir því að strákarnir væru að koma úr fríi og væru því ekki alveg í toppformi. Samningur á leiðinni? Þetta eru ekki slæm meðmæli fyrir Þórarinn enda veit Porterfield þessi sitthvað um knattspyrnu enda fyrrum stjóri Chelsea og Aberdeen en hann tók við skoska liðinu af Alex Ferguson á sínum tíma. Hann hefur einnig þjálfað nokkur landslið. „Hann sagðist ekki vera búinn að taka ákvörðun um hvort hann ætlaði að bjóða Tóta samning en það má búast við henni eftir helgi. Hljóðið í honum var samt jákvætt þannig að ég er nokkuð bjartsýnn á að hann fái tilboð. Það var greinilegt að Tóti hafði stimplað sig mjög vel inn hjá honum. Hann mun fara yfir málin með stjórninni og þjálfurunum áður en hann ákveður næsta skref," sagði Gunnlaugur. Frábær ferð Þórarinn og Hörður voru ekki einu mennirnir sem voru til reynslu hjá félaginu því ungur Brasilíu- maðtu var einnig að sýna listir sínar en tókst ekki vel upp að sögn Gunnlaugs. „Strákarnir hafa verið mjög ánægðir með þessa ferð. Það hefur verið 15 stiga hiti þarna útí og aðstæður allar frábærar. Það var líka ve tekið á móti þeim og svo spillti ekki fyrir er farið var með þá á heimavöll félagsins, þar sem var leikið á HM, að er þeir voru komnir út á grasið voru þeir spurðir að því hvort þá langaði ekki til þess að skora mörk þarna. Ég heyrði á Þórarni að hann myndi ekki segja nei við því ef tilboðið kæmi," sagði Gunn- laugur. henry@dv.is • / 'f*0 ** > ttar jólagjöf fyw. iSISBrlW*1 10 frábærar söngbækur í pakka með 30% afslætti! Pantaðu bækurnar af netinu og við sendum þær hvert á land sem er. www.iutilegunB.is Vaðáðun Vferfí meðaÉJætó' Baekurnar eru í A6 stærð og passa því ve vásann. Með hverju lagi eru myndir af gripunum sem notuð eru i því þannig að allir geta spilað með. Hver bók er 36 bls. meðvin- sælustu lögum viðkomandi hljómsveitar eða lista- manns. :m„ Bíddu pabbi ssess: I I hinsta slnn að heiman lágu #p< FKm þvi ég haminfljuna fann ei lengt oghrattéggekkifymtuunaég og háum rómi kallað til min vaf Pantanir: www.iutileguna.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.