Geislinn - 01.01.1930, Blaðsíða 2

Geislinn - 01.01.1930, Blaðsíða 2
HELSTU VIÐBURÐIR ARIÐ 1929 )«3s- -=5?PN3 Það er vel pess vert, að vjer gjörum oss eins og alsýnismynd af viðburðunum í heiminum, til pess að vjer getum betur en ella sjeð stefnuna í heiminum með tilliti til spá- dómanna. Sjerstaklega á pað vel við nú við áramótin að líta til baka yfir pað, sem gjörst hefir á síðastliðnu ári og líta síðan til pess, er framtíðin hefir að geyma. Margir merkilegir atburðir hafa gjörst á ár- inu 1929, og í mjög svo ákveðnu sambandi við spádómana. Hjer verður ekki reynt að minnast á pá alla. Fyrsti ákveðni pátturinn gerðist á öndverðu ári. Dað var sá víðtæki atburður í sögu kirkj- unnar, að óvild peirri lauk sem lengi hefir stað- ið milli ítalska rikisins og páfadómsins. Gerð- ust pau úrslit með millibilum á árinu. Ríki páfans er nú fastákveðið. Dað er enginn efi á, að innan páfadómsins hefir nú hafist nýtt tíma- bil, tímabil sjálfstæðis og vaxandi yfirdrottnunar. Upphaf pessarar afleiðingar var undirritun Vati- can-samningsins í febrúar 1929. Dað er bláti áfram atkvæðamesti viðburður ársins. Er hon- um best lýst í heild sinni í grein einni í ka- pólsku vikublaði er Amerika heitir, undir yfir- skriftinni: „Kirkjan og heimurinn" 1929. í pessari grein er pað mál svo sundurliðað og tilgreindar heimildir, að vjer ætlum hjer að tilfæra nokkur atriði. í viðtali við ítalskan blaðamann (27. júní) 1929, hefir Píus páfi XI. sagt, að árið 1929, sje svo sögulegur tími og svo pýðingarmikill, á vegamótum liðins og ókomins tíma, að' pað loki liðinni tið og upp ljúki framtiðinni. Liðni timinn, sem lokað var 11. febr. 1929, var öld ábyrgðar kirkjunnar á alvarlegum mál- efnum. Dað var nauðsynin sem knúði kirkjuna til að taka á sig pá ábyrgð fyrir 1200 árum, til að bjarga mentaða heiminum frá pví að fara forgörðum. Ógæfan, sem við og við hlaust af pessari stjórn kirkjunnar á veraldlegum mál- um varð utankirkjumönnum að háværu umtals- efni og notuð til að gera að engu pann stór- kostlega hagnað sem sú stjórn haíði í för með sjer. Stofnun Vatikanríkisins á pessu ári, og fullnaðargerð Lateran samningsins við Italíu, sem var hið nauðsynlega skilyrði pessarar ríkis- stofnunar, er verk Leo páfa XI. Með peim samningi endar svo hinn opin- beri ágreiningur milli ríkis og kirkju á ítalíu. Svipuð urðu endalok liðins tíma í ýmsum lönd- um um heim allan. Eftir priggja ára baráttu í Mexico upp á líf og dauða, tókust Ioks samn- ingar, sem eru upphaf, að stofnun rjettláts og varanlegs friðar. Friðslit pau sem gerst höfðu i Czechoslovakíu jöfnuðust líka með sáttargjörð milli stjórnarinnar og páfastólsins. Og afleið- ingin varð sú, að Rúmenía og Prússland gerðu slíkt hið sama og fóru að dæmum Latvíu, Lit- húaniu, Póllands og ítalíu. Dessar sáttargjörðir voru undirritaðar 14, júní og 7. júlí. í Portú- gal voru framin ofbeldisverk um alllangt skeið og leiddi af pví ringulreið mikla og uppreisnir, en með árinu 1929, hófst par aftur öld varan- legs friðar í trúarefnum og staðfestu í siðferðis- legu tilliti. En er „lokað var hinu liðna" og „framtíð- inni lokið upp", kirkjunni til handa, pá væri henni veitt fyllra frelsi til að reka sitt andlega og pjóðmenningarlega erindi. Dúsund ára há- tið Czechóslóvakíu, endurvakning kapólskunnar á íslandi, hátíðin, sem haldin var til heiður st. Ansgar á Norðurlöndum, minningarhátíð um st. Gertrube og st. Hildegarde á Dýskalandi - alt petta dró að sjer athygli ókapólskra manna jafnt sem kapólskra sem stórkostlegur sögu- legur viðburður í kirkjunni. Og er John Ogil- vie og hinir ensku píslavottar voru teknir í dýrðlingatölu í desember, pá sýndi pað hin óhagganlegu grundvallarlög, sem viðburðir sög- unnar byggjast á. „Á pessu ári", mælti páfi við blaðamanninn, „pá líta augu vor náttúrlega til framtíðarinnar. Dað er örlagaár, pví pað hefir f för með sjer ný örlög, nýjar fyrirætlanir, pað eru vissulega nýjar fyrirætlanir peirrar forsjónar, sem aldrei

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.