Geislinn - 01.01.1930, Blaðsíða 8

Geislinn - 01.01.1930, Blaðsíða 8
8 GEISLINN frá pví hve innilega sig langaði til að fá að lifa. En að hinu leytinu vildi hún fyllilega vera undirgefin peim ákvörðunum, sem hið ósýnilega vald, er pau höfðu pekt í tvö ár, gjörði viðvíkjandi henni. Hún sagði Jóhanni að hún práði að fá að lifa til f>ess að hjálpa til að segja öðrum frá hinni nýju gleði. En ef Guð sæi að pað væri henni fyrir bestu að leggjast til hvíldar, væri hún pví sampykk að ráðstöfun hans næði fram að ganga. Hún bað Jóhann pess innilega að vera trúan Drottni og fúsan að fara hvert sem honum póknaðist að senda hann. Líf hennar var svo helgað Guði og svo fult fyrirgefningar óvinum henn- ar til handa, að pað var ekki einungis hjá manni hennar sem endurminningin um hana varð eitt af pví ljúfasta í lífinu, heldur öllum, er mest kynni höfðu haft af henni jaínt heiðnum sem kristnum. Hún fjekk eitt krampakastið enn, og svo var alt búið. í sama vetfangi gall við ámátlegt dauðaýlfur, sem heyrðist um alt porpið. Detta er hljóð, sem manni getur tæplega úr minni liðið hafi maður í eitt skifti heyrt pað. Ör- væntingin, sem petta dauðaýlfur felur í sjer, er harmaóp mannanna púsundum saman, pað er kall peirra eftir pví ljósi, sem peir enn ekki hafa sjeð — pað er bæn og áskorun til peirra, sem hlotið hafa gleði fagnaðarerindisins, um að koma og gefa peim pað, sem hefir fært öðrum löndum frið og hamingju. Sex vikum síðar var Jóhann kallaður til pess að fara sem innlendur kristniboði til eins hins erfiðasta staðar meðal mannæta á Male- kula, sem er hjer um bil 45 km. frá Ambrym. Margir eyjarskeggjar forðuðu sjer undan hin- um hræðilega jarðskjálfta, sem síðast varð á Nýju Hebridseyjunum, með pví að flýja til pess- arar eyjar. Sú mikla blessun, sem Jóhann hefir fært með sjer til pessarar eyjar, er saga út af fyrir sig. Degar jeg stóð frammi fyrir eyjar- skeggjum, stóð Jóhann mjer við hlið og var túlkur. Jeg hefi aldrei sjeð ágætari mann að sínu leyti heldur en penna hörunsdökka unga mann, sem án alls ótta var fús að leggja alt í sölurnar til pess að ættmenn hans fengju að pekkja betur pann kraft, sem getur sigrað alla hjátrú og hindurvitni. Dað eru ekki aðeins kristniboðarnir, sem sjá nauðsyn og nytsemi pess að kunngjöra pessum menneskjum fagnaðarerindið, veraldleg yfirvöld sjá petta einnig. Gefum gaum að orð- um forstöðumanns eins eyjabálkans, Murray dómara, sem er landstjóri á Papua. 23. íebr. 1924 skriíar hann á pessa leið í blaðið Stead, Review, um áhrif kristniboðsstarfsins: „Og pað er einmitt hjer, sem áhrif kristni- boðsins geta verið svo ósegjanlega mikilsverð í sannleika svo mikilsverð að pau eru að mínu áliti alveg ómissandi. Jeg tala auðvitað hjer sem umboðsmaður en ekki sem áhangandi neinna sjerstakra trúarbragða." Fyrír tólf árum skrifaði jeg bók um Papua, og eftir að jeg í formálanum hafði vakið at- hygli á pví að hinir gömlu siðir fólksins hefðu óhjákvæmilega orðið að hverfa og leggjast niður, bætti jeg pessu við: Nema pví aðeins að kristniboðarnir sjeu par til hjálpar hinum innlendu, eru peir líkt á sig komnir og stýr- islaust skip, yfir peim vofir sú hætta að líða skipbrot á hafi útlendrar menningar. Degar petta var, pekti jeg tiltölulega lítið til umsjónarstarísins; en af pví sem jeg hefi ásíð- an reynt, hefir trú mín styrkst hvað við kem- ur pessari skoðun minni.“ Enginn getur heimsótt pessar eyjar og sjeð pá breytingu, sem verður á tilfinningum og líferni íbúanna, án pess að viðurkenna að pað borgar sig að reyna að hjálpa peim. Dað er injög leiðinlegt að vjer skulum ekki hafa gjört meira fyrir pá á liðnum tima. Látum oss bæta pað upp, sem vanrækt hefir verið, par eð vjer sjáum að dagarnir eru vondir. 2. árg. GEISLINN 1930 „GEISLINN", blað S. D. Aðventista á íslandi, kemur út fjórum sinnum á ári og kostar: lijer á landi 3 kr. 75 aura, um árið, erlendis 4 kr. 50 aura. Gjalddagi fyrirfram. Ursögn er bundin við áramót. Útgefandi: Trúboðsstarf S. D. Aðventista. — Ritstjóri: O. J. Olsen, Slmi 899, Pósthólf 262. Afgreiðslumaður: J. G. Jónsson, Ingólfsstræti 19, Reykjavlk. — Kaupendur Geislans eru vinsamlega beðnir að tilkynna afgreiðslunni, ef þeir hafa bústaðaskifti -

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.