Geislinn - 01.01.1930, Page 24

Geislinn - 01.01.1930, Page 24
24 hefir lesið bók pessa á enda, f>á bind pú við hana stein og kasta pú henni út í Evfrat, og seg: Svo skal Babel sökkva og ekki rísa upp aftur, vegna peirrar ógæfu er eg læt yfir hana koma.“ Jer. 51, 60—64. Borgin átti ekki aðeins að vera í eyði alla tíma, heldur átti hún að eyðast og verða að engu: „Sjá eg vek hugmóð eyðanda nokkurs gegn Babel og gegn íbúum Kaldeu og sendi vins- ara gegn Babel, að peir vinsi hana og tæmi land liennar, pegar peir umkringja hana á óheilla degi. . . Dá nötrar jörðin og bifast pví fyrirætlanir Drottins gegn Babel rætast, með pví að hann gjörir Babel-land að auðn svo að enginn býr par. . . borgir hcnnar urðu að auðn, að purru Iandi og heiði; enginn maður mun framar búa par nje nokkurt mannsbarn fara par um.“ Jer. 51, 2. 29. 43. Síðar var gert við múrana til pess að loka par inni villidýr og hægra væri fyrir Persa- konunga að veiða par. Detta sagði spámað- urinn Iíka fyrir: „Svo skal fara fyrir Babel pessari prýði kon- ungsríkjanna og drembidjásni Kaldea, sem pá er Quð umturnaði Sódómu og Qomorru. Hún skal aldrei framar aí mönnum bygð vera; kynslóð eftir kynslóð skal par enginn búa; enginn Arabi skal slá par tjöldum sínum og engir hjarðmenn bæla par fjenað sinn. Urðar- kettir skulu liggja par og húsin fyllast af ugl- um; strútsfuglar skulu halda par til og skóg- artröll stökkva par um. Sjakalar skulu kallast á í höllunum og úlfar i bílifissölunum.“ Jes. 13, 19—22. „Fyrir pví munu urðarkettir búa hjá sjökul- um og strútsfuglar búa í henní; og hún skal ekki framar bygð vera að eilifu, nje par verða búið frá kyni til kyns. Eins og Guð umturn- aði Sódómu og Gómorru og nágrannaborg- unum, segir Drottinn, svo skal enginn mað- ur búa par nje nokkurt mannsbarn hafast við I henni.“ Jer. 50, 39. 40. Að borgin að síðusti mundi ekki verða ann- að én stórir grjóthólar, sem reyndust vera rústir af hinni glæsilegu borg, er farið væri að grafa 1 pá, var einnig sagt fyrir: „Og Babel skal verða að grjóhrúgu, að GEISLINN sjakalabæli, að skelfing og háði, enginn skal par búa.“ Jer. 51, 37. Hvað segja landkönnuðir um Babel? Landkönnuður nokkur að nafni Mignan, sem ferðaðist meðal pessara rústa segir: „Við fórum gegnum feikna stórar hrúgur af rústum Babýlonar. Mjer er ómögulegt að finna orð til pess að lýsa pví hve ömurlegt var parna umhorfs." Annar ferðamaður, Porter að nafni segir: „Dögn eins og í kirkjugarði ríkti milli rúst- anna. Babýlon er nú kyrlát, hún er yfirgefin algjörlega." Rauwolf skrifar: „Auganu mætir ekki annað en auðn, og rústadyngjurnar eru pað eina, sem benda á að einhverntíma hafi veriðbúið parna.“ Og Rich segir: „í næstum hverri gjótu er fult af uglum og leðurblökum." Hjer við bætir Mignan: „Mikið er af eitruð- um kvikindum í rústunum.“ Hinn frægi landkönnuður Sven Hedin skrif- ar í bók sinni, Bagdad Babýlon, Ninive: „Aldrei hefi eg lesið Gamlatestamentið með meiri athygli og áhuga, en pegar eg fór um rústir Babels, Assúrs og Níníve. Frásagnir, sem fyr ljetu í eyrum sem munnmæli, urðu að virkileika. Konungar, sem maður hafði að- eins heyrt getið um í injög ófullkomnum frá- sögum: Tiglat-Pileser, Salmanassar, Senakerib, Nebúkadnesar, fóru nú ekki frani fyrir augu hugskotsins eins og skuggar, heldur sem lif- andi persónur er hefðu starfað parna.“ Eftir að hafa vísað til spádómanna (Jes. 13, 19 — 22 Jer. 51, 37 o. m. fl.) segir Dr. Heidin ennfremur: „Degar maður stendur meðal rústa Babýlon- ar, fær maður greinilega hugmynd um hve spádómarnir hafa rætst nákvæmlega, og hvernig hin skrautlega borg hefir algjörlega verið eyð- ilögð. Jafnvel eyðimörkin, sem er alt í kring er ekki eins einmanaleg og rustirnar. . . . Enginn Bedúíni reisir tjald sitt parna. En par vantar ekki sjakala, jafnvel á daginn sjást peir læðast um. Jeremía gat ekki talað grein- ilegar um petta en maður finnur hjá honum í spádómsbók hans.“ PRENTSMIDJA GEISLANS, REYKJAVtK

x

Geislinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.