Geislinn - 01.09.1930, Blaðsíða 23

Geislinn - 01.09.1930, Blaðsíða 23
GEISLINN 71 steikina, sem hann sá á fati á hinum borðs- endanum. Skyldi hann nú geta náð í hana í tæka tíð, eða skyldi Karló verða heppnari? Nú var farið að rjetta skorpusteikina í kring um borðið; Karlo og Frits tóku litlu bitana og skáru pá í sundur. „Nei, hve mikið og gott er innan í peim“, hugsaði Róbert. ,,Bara að jeg geti náð í stærsta bitan.“ Nú var fatið rjett að Róbert. Stærsta stykkið af skorpusteikinni var enn eftir, og með mik- illi áfergju tók hann pað til sin. En hvílík vonbrigði; pegar hann skar pað í sundur, var eins og ekkert yrði úr pví, pað var holt innan, ekkert innan í pví, pað var eintóm skurn. Aumingja Róbert, pað komu tár í augu hans, en af pví að hann hjelt, að enginn hefði tekið eftir pessu, ljet hann sem ekkert væri og borðaði tómu skurnina pegjandi. Síðan var farið að rjetta sætabrauðið í kring um borðið. Róbert fanst nú, að hann hefði fulla heimild tíl að taka stærstu kökuna, par sem ekkert var innan i skorpusteikinni hans. En kakan hans var eitthvað einkennileg; að utan leit hún vel út, en hún var eitthvað svo vond á bragðið að innan. „Hvað ætli geti komið til?“ hugsaði Róbert. Frænka var pó vön að búa til svo góðar kökur, og pað virtist heldur ekki vera neitt að kökum hinna. „Mjer hefir verið gjört rangt til“, hugsaði Róbert, en hann porði ekki að segja neitt, pví að hann var hræddur um, að pað mundi verða hlegið að sjer. Nú komu ávextirnir. Róbert var pakklátur í huga sínum íyrir pað, að ávaxtaskálin var fyrst rjett peim megin, sem hann var, hann póttist vita, að Karlo vildi gjarna fá stóru per- una, en hann vonaði nú samt, að hún lenti hjá sjer. Skálin kom til Róberts, sem setti hendina með mikilli áfergju í miðja skálina. Appelsínur og epli ultu út úr henni á alla vegu ofan á borðið, móður Róberts til mikillar raunar. En Róbert fjekk peruna sína. Tennur hans fengu brátt nóg að starfa, en æ, hjerna var einnig eitthvað, sem ekki var með feldu. Hann tók hnífinn og skar hana í sundur, en honum bauð við, pví að hún var öll skemd að innan. Pað var eins og enginn tæki eftir peim vandræðum, sem Róbert var staddur í, og enginn bauð honum neitt í staðin fyrir pað, sem hann hafði mist af. Dar að auki litu allir hinir, sem við borðið voru svo ánægju- lega út. Loks kom súkkulaðið, og pá var einmitt að pví komið að Róbert misti valdið yfir sjálfum sjer. ,,Nú verð jeg að fá viðreisn fyrir alt hitt“, hugsaði hann með sjálfum sjer, „jeg verð að ná í pessi tvö fallegu stykki, sem eru í miðj- unni“, og í pví tók hann til sín tvö stærstu og útlits fallegustu stykkin, sem voru á disk- inum. „Svei,“ sagði Róbert, stynjandi og varð blóðrauður í framan af gremju. „Detta var ljóta bragðið, sem var að pessu súkkulaði.“ Loksins gat hann pó pínt öðrum bitanum ofan í sig, og svo ætlaði hann að borða hinn á eftir, til að taka óbragðið úr munninum á sjer, en pað versnaði aðeins. Á leiðinni heim fór Karlo að minnast á pennan góða kvöldmat, sem peir höfðu fengið. „Góða kvöldmat — hvað varstu að segja?“ ansaði Róbert. „Mjer sýndist pú annars ekkert ánægjuleg- ur á svipinn“, sagði Karlo. „Dað var alveg eins og pú værir leiður yfir öllu saman; hvað var annars að pjer?“ „Hvað var að mjer“, svaraði Róbert. „Alt, sem jeg náði í var vont, pó að jeg í hvert sinn tæki pað, sem leit best út.“ „Dað getur vel verið, að pað hafi einmitt verið ástæðan til pess, hvað pú varst óheppinn í kvöld, Rób- ert“, sagði Karlo, með sannfæringarhreim í röddinni. „Ef jeg væri sem pú, pá mundi jeg lofa hinum að taka pað stærsta og álitlegasta næsta sinn.“ Um kvöldið lá Róbert lengi vakandi í rúm- inu sínu, og pað var tvent, sem hann var að hugsa um. Annað var vonbrigðin og leiðind- in, sem hann hafði orðið fyrir, og hitt var ráðið, sem Karlo hafði gefið honum. Hann braut heilan um petta aftur á bak og áfram, og komst loks að peirri niðurstöðu, að best mundi verða fyrir hann, að fara að ráðum Karlo eftirleiðis. PRENTSMIÐJA OEISLANS, REYKJAVÍK

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.