Geislinn - 01.12.1930, Side 2

Geislinn - 01.12.1930, Side 2
74 GEISLINN Hvernig Lúther prjedikaði. T úther hefir sjálfur skýrt frá því, hvernig ^ hann færi að pegar hann prjedikaði. Frá pessu sagði hann eitt sinn, er hin frægi prent- ari, Luft, borðaði miðdegisverð hjá honum. Meðan á máltíðinni stóð spurði prentarinn hinn vingjarnlega húsbónda á pessa leið: „Kæri doktor Lúther, hvaða aðíerð hafið pjer til að geta prjedikað svo kröftuglega og sannfærandi? Jeg hefi heyrt og lesið margt og prátt fyrir pað oft verið kaldur og ósnort- inn; en pegar jeg heyri eða les eitthvað eftir yður, get jeg ekki annað en gefið pví gaum, pað prengir sjer inn í sál mína.“ „Lyfjaseðillinn er mjög óbrotinn, vinur minn,“ svaraði Marteinn Lúther, „og allir, sem vilja, geta farið eftir homum. í fyrsta lagi: Degar jeg stíg í ræðustólinn, segi jeg við sjálfan mig: Marteinn, mundu að pú ert sendi- boði Guðs hins hæsta. Talaðu pví í hans nafni og fyrir hans hönd. Þetta kemur pví til vegar að jeg tek ekki tillit til nokkurs manns í heiminum og er ekki hræddur við að segja sannleikann. En pað gefur mjer heldur ekki leyfi til að vera drambsamur nje virðinga- gjarn; jeg tala ekki til að geðjast nokkur- um manni nje vinna hylli hans, heldur er jeg einungis í pjónustu Drottins mins. Guð á hæg- ara með að umbera dramb og virðingagirni manna I hverri annari stöðu sem vera skal en prjedikunarstöðunni. Öllum ber að vera auðmjúkum gagnvart Heilagri Ritningu og gefa Guði einunr dýrðina. í öðru lagi: Jeg held mig að Ritningunni einni og les og rannsaka hana á ný dag eftir dag. Hún er stórt trje, með mörgum greinum, og jeg hefi enn ekki hrist neina peirra svo að ekki hafi oltið til min sætur ávöxtur. í priðja lagi: Jeg hefi pað fyrir venju að tala ekki um allar hliðar málsins, heldur aðeins aðalatriði prjedikunarinnar; pað sem ekki getur talist aðalatriði, læt jeg vera, jafnvel pótt pað komi oft upp í huga mjer. Maður ætti ekki að leggja sig eftir að segja svo mikið í einu. Hófsemi í öllum hlutum er góð. í fjórða lagi: Jeg hefi allar mínar prjedikanir mjög einfaldar og blátt áfram og lít minna á pjóðhöfðingjana, doktorana og stúdentana, sem eru áheyrendur, en bændurna, 12 og 13 ára unglingana og pjónana o. s. frv. Ræða mín verður að vera pess eðlis, að Jens og Grjeta geti fengið eitthvað af henni í nesti með sjer heim. Mjer geðjast ekki að peim prjedikunum, sem samdar eru pannig, að pær sjeu sem best við hæfi hinna háttsettu og lærðu áheyr- enda, en hafa lítið á boðstólum fyrir alpýðuna. Drottinn Jesús kendi í dæmisögum og lík- ingum; hann dróg fram myndir af pví, sem vanalega bar fyrir augun og talaði um sauði, hirða, úlfa, víngarða, fíkjutrje, akra o. s. frv. Petta gat alpýðan skilið. Vei öllum peim prjed- ikurum, sem með sínum pungskildu og há- fleygu ræðum sækjast eftir frægð og heiðri af mönnum og leitast við að geðjast einum eða öðrum. í fimta lagi: Jeg preyti ekki fólk með alt of löngum ræðum. Heyrnin er viðkvæmt skiln- ingarvit og preytist fljótt. Að geta sagt mikið með fáunr orðum og í stuttu máli, pað er galdurinn og pað er einnig mikill kostur. Að nota mörg orð en segja samt lítið, pað er mikil heimska. í sjötta lagi: Jeg tala hægt, pað er mjög áríðandi og rnikill kostur. í pessu er öll mín viska fólgin; petta er alt mjög einfalt." „Getið pjer ekki, herra doktor, dregið allar pessar reglur saman I eitt stutt og greinilegt spakmæli, eins og pjer eruð vanur að gjöra?“ „Dví ekki pað?“ svaraði Lúther. „Pað hljóðar pannig: Gakk fram með djörfung, ljúktu upp munninum, hættu bráðlega." | Ffnrúíeg ósk u?n gledííeg jól og gæfu á nýja árínu. |

x

Geislinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.