Geislinn - 01.12.1930, Blaðsíða 5

Geislinn - 01.12.1930, Blaðsíða 5
GErSLINN 77 Jesús frá Nazaret Hver var hann í raun og veru? Oft hefir verið deilt um einhvern sjerstakan mann og hve mikils virði hann væri, eða hafi verið, fyrir mannfjelagið. Dað er pó einn, sem hefir verið og er meira deiluefni en allir aðrir, og pað er Jesús frá Nazaret. Upp frá peim degi, er sjálfur Meistarinn bar upp pessa spurningu: „Hvern segja menn manns-soninn vera?“ (Matt. 16, 13), hefir staðið yfir áköf deila um manninn frá Nazaret. Hver var hann i raun og veru? Var hann sonur trjesmiðsins, eða var hann Guðs sonur? Var hann aðeins maður, eða hafði hann verið til frá eilífð? Er pað einungis helgisaga, að hann hafi verið getinn af Heilögum Anda? Eða var hann í raun og veru kominn af himn- um ofan og opinberaður meðal íbúa jarðar- innar sem „manns-sonurinn“, til pess með fórn sinni að lyfta hinu fallna mannkyni upp úr eymdadjúpi syndarinnar og upp til hreins og heilags lífernis, og veita peim, er trúa, inngöngu í Guðs eilífa ríki? Þessar spurningar eru svo pýðingarmiklar, að ekki er að undra pótt um pær sje talað af miklum áhuga meðal peirra, sem gefa sig við trúmálum. En aldrei hefir kveðið meira að pessu en á vorum dögum — og pað, sem sorglegast er af öllu, er petta — að aldrei hafa játendur kristindómsins gengið eins langt í pví að afneita frelsara sínum, og opinberlega leitast við að rífa pað niður, sem er hinn sanni grundvöllur kristindómsins, og vjer sjá- um pá gjöra á vorum dögum. Sannkristnir menn og konur spyrja pví með undrun og ótta: Hvar mun petta lenda? Tákn tímanna. Sá, sem pekkir Guðs orð, parf pó ekki að undrast petta svo mjög; pví að pað, sem vjer sjáum og heyrum, er einungis tákn tímanna og uppfylling pess, er Jesús hefir sjálfur sagt fyrir: „Mun manns-sonurinn finna trúna á jörðu, er hann kemur?“ Lúk. 18, 8. Hin mikla vantrúaralda, sem nú gengur yfir kristnina, er einungis ein af- hinum mörgu sönnunum pess, að vjer erum komnir að dögum „manns-son- arins“ — — peim tima, er vjer getum vænt endurkomu hans í mætti og dýrð. En látum oss stuttlega athuga ástandið, eins og pað er hjer á Norðurlöndum á yfirstandandi tíma. „Hver Jesús var — og að hverju kirkjan hefir gjört hann.“ Detta er heiti bókar einnar, er hinn norski dósent, dr. Kristian Schjelderup gaf út fyrir nokkurum árum, og sem nú nýlega, er dr Schelderup hefir sótt um prestakall, er orðin. mikið umræðuefni. Höfundurinn leitast við að sýna fram á pað, hvernig lærisveinarnir smá- vaxa í peirri trú, að Jesú sje Guðs sonur, hvers dauði komi pví til vegar, að veraldar-

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.